fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Mest einmana maður heimsins er látinn -Enginn veit hvað hann hét eða kallaði sig

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. ágúst 2022 06:05

Hann var mjög einmana. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn veit hvað hann hét eða hvað hann kallaði sig en úti í hinum stóra heimi var hann kallaður „mest einmana maðurinn í heiminum“ og „maðurinn í holunni“.

Ástæðan er að maðurinn bjó langt inni í Amazonfrumskóginum í mikilli einangrun og gróf fjölda hola þar. Hann notaði þær til að fela sig í og var oft lengi ofan í þeim.

The Guardian segir að líf hans og dauði sé táknmynd einhvers meira en hinna ólíku ættflokka sem lifa í Amazonskóginum, margir hverjir einangraðir frá umheiminum.

Lítið er vitað um manninn en aðeins örfáar ljósmyndir og myndbandsupptökur eru til af honum. Á þeim sést glitta í hann á milli trjáa.

Hann bjó í Rondonia fylki í Brasilíu. Talið er að hann hafi verið síðasti meðlimur ættflokks eins sem bjó á þessu svæði.

Á síðustu áratugum hefur nútímasamfélagið færst sífellt nær hinum ósnortna og djúpa frumskógi. Afleiðingarnar eru banvænar, bæði fyrir frumbyggjana og fyrir loftslagið. Þessi þróun hefur færst í aukana eftir að Jair Bolsonaro tók við sem forseti Brasilíu en hann hefur lofsamað skógarhögg og skógareyðingu.

Stór landbúnaðarfyrirtæki hafa öðlast sífellt meiri völd og standa fyrir sífellt meiri skógareyðingu.

Það er einmitt skógareyðing og ágangur sem hefur farið illa með frumbyggja í Amazon, þar á meðal ættflokk „mest einmana mannsins í heiminum“. Hann endaði aleinn og einangraður af þessum ástæðum fyrir mörgum árum. Ráðist hafði verið á fjölskyldu hans, vini og ættflokk af þeim sem vilja eyða skóginum og stunda landbúnað á svæðinu. Oft er um ólöglega starfsemi að ræða en yfirvöld aðhafast ekki mikið til að stöðva hana.

Talið er að aðilar, sem stunda ólöglegan landbúnað, hafi skilið eftir „gjafir“ fyrir frumbyggjana. Þetta var sykur sem búið var að setja rottueitur í. Hafi eitrið gert út af við allan ættbálkinn nema hinn einmana mann. Er þetta þetta talið vera ástæðan fyrir að hann vildi ekki eiga nein samskipti við þá sem reyndu að komast í samband við hann og færa honum gjafir. Hann lagði gildrur út og skaut örvum á þá sem reyndu að nálgast hann.

Maðurinn treysti engum og af þeim sökum lifði hann svona lengi í einangrun í frumskóginum. Samtökin FUNAI, sem vinna að verndun frumbyggja í Brasilíu, fylgdust lengi með manninum úr fjarlægð. Meðal annars vegna þess að ef hægt var að sýna fram á að hann byggi enn þarna var hægt að koma í veg fyrir að stórt svæði yrði rutt og tekið undir landbúnað.

Nýlega fannst lík hans í hengikoju. Í kringum það voru fjaðrir og telja sérfræðingar það til vitnis um að hann hafi vitað að dauðinn var nærri. Talið er að hann hafi verið um sextugt.

Talið er að í Amazonfrumskóginum séu á milli 235 og 300 ættbálkar frumbyggja eftir. Af þeim eru að minnsta kosti 30 svo langt inni í skóginum að ekkert er vitað um hversu margir eru í þeim, tungumál þeirra eða menningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?