fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Skoskt safn datt í lukkupottinn – Fær sjaldgæft safn að gjöf

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. ágúst 2022 14:00

Steingervingur af Archaeopteryx sem er elsti fuglinn sem vitað er til að hafi verið til. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

National Museums Scotland hefur verið arfleitt að steingervingasafni. Í því eru meðal annars sjaldgæfir steingervingar af fuglum. Sumar tegundirnar í safninu eru áður óþekktar.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að steingervingarnir sýni nútímafugla snemma á þróunarstigi sínu.

Það var Michael Daniels, áhugasteingervingafræðingur, sem safnaði steingervingunum saman. Safn hans er sagt eitt það mikilvægasta á þessu sviði í heiminum. Það er svo mikið að vöxtum að það mun taka nokkur ár að fara í gegnum það og skrá og greina allar tegundirnar. Lausleg skoðun á því bendir til að 50 nýjar tegundir, hið minnsta, sé að finna í því.

Dr Andrew Kitchener sagði í samtali við the Observer að safnið sé frábært og það sé mjög spennandi að hafa fengið það. „Það er ekki hægt að ofmeta mikilvægi þessa safns,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi