fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Mannsheilanum er ekki ætlað að vera vakandi eftir miðnætti

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. ágúst 2022 17:55

Heilinn er magnaður. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú hefur legið andvaka að næturlagi hefur þú kannski upplifað að dimmar og neikvæðar hugsanir sæki á. Andvakan getur einnig haft þau áhrif að þig langar í eitthvað óhollt, til dæmis sígarettu eða kolefnaríkan mat, til að verðlauna þig.

Ýmis gögn benda til að mannsheilinn starfi öðruvísi ef hann er vakandi á nóttunni. Eftir miðnætti eiga neikvæðar tilfinningar það til að draga athyglina að sér, hættulegar hugmyndir þróast og hömlur minnka.

Sciencealert segir að sumir vísindamenn telji að dægursveiflan tengist þessum breytingum mikið. Þeir fara yfir þetta í nýrri rannsókn þar sem sýnt er fram á öðruvísi starfsemi heilans að næturlagi.

Kenning þeirra, sem kallast „Mind After Midnight“ gengur út á að bæði heilinn og líkaminn fylgi 24 klukkustunda sveiflu sem hefur áhrif á tilfinningar okkar og hegðun.

Í stuttu máli gengur þetta úr á að á ákveðnum tímum höfum við mannfólkið tilhneigingu til að hegða okkur á ákveðinn hátt eða vera með ákveðnar tilfinningar.  Á daginn eru við til dæmis stillt á að vera árvökul en á nóttunni eigum við að sofa.

Sciencealert bendir á að þetta sé auðvitað snjallt. Fólk sé mun skilvirkara við veiðar og söfnun í dagsbirtu og að áður fyrr hafi fólk verið í miklu meiri hættu á að verða veitt af dýrum.

Vísindamennirnir segja að til að takast á við þessa auknu hættu þá beinist athygli okkar venjulega meira að einhverju neikvæðu að næturlagi. Áður fyrr hafi þetta hjálpað fólki við takast á við ósýnilegar hættur en þessi mikla áhersla á neikvæða hluti geti haft þau áhrif að fólk sé líklegra til að taka áhættu. Ef svefnleysi bætist við þessa jöfnu verður vandinn enn meiri.

„Það eru milljónir manna sem eru vakandi um miðja nótt og það eru ansi góðar sannanir fyrir því að heilar þeirri starfi ekki eins vel og að næturlagi. Ég vona því að þetta verði rannsakað betur því þetta hefur áhrif á heilsu þeirra og öryggi, sem og okkar hinna,“ er haft eftir Elizabeth Klerman, taugalækni við Harvard University.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Í gær

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf