fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Sáu „óvenjulegan lit“ við árbakkann – Brá mjög í brún þegar þeir sáu hvað þetta var

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. september 2021 05:57

Börnin á árbakkanum. Mynd:U.S. Customs and Border Protection South Texas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir landamæraverðir voru á þriðjudaginn við eftirlit við Rio Grande nærri bænum Eagle Pass en hann er við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þeir sigldu eftir Rio Grande og skyndilega sáu þeir „óvenjulegan lit“ á árbakkanum og fóru að sjálfsögðu nær til að kanna málið.

Þeim brá mjög í brún þegar þeir komu nær og sáu að tvö lítil börn voru þar. Þau höfðu verið skilin eftir. U.S. Customs and Border Protection skýrir frá þessu í fréttatilkynningu og birtir mynd af börnunum og staðnum þar sem þau fundust.

Börnin voru að sjálfsögðu strax flutt á öruggan stað þar sem þau fá nauðsynlega umönnun. Í burðarstól yngra barnsins fundu landamæraverðirnir miða þar sem stóð að um tveggja ára stúlku og þriggja mánaða dreng frá Hondúras væri að ræða. Þau eru systkini.

Mikil leit var gerð á svæðinu en fleira fólk fannst ekki.

Börnunum heilsast vel og þurftu ekki á læknisaðstoð að halda. Ekki er vitað hvað varð um foreldra þeirra eða hversu lengi þau voru á árbakkanum. Næsta verkefni bandarískra yfirvalda er að taka ákvörðun um framtíð barnanna, hvort þau fái að vera áfram í Bandaríkjunum eða hvort þau verði send aftur til Hondúras.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við kínverskri leyniaðgerð

Varar við kínverskri leyniaðgerð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna