fbpx
Föstudagur 30.september 2022

mexíkó

Lögreglan stöðvaði bíl sem var fullur af eitri – Nóg til að drepa 42 milljónir manna

Lögreglan stöðvaði bíl sem var fullur af eitri – Nóg til að drepa 42 milljónir manna

Pressan
29.08.2022

Nýlega stöðvuðu bandarískir landamæraverðir, á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna í Arizona, akstur tveggja kvenna í hvítum bíl. Í bílnum sáu þeir marga poka. Við skoðun á þeim kom í ljós að í þremur voru margir litlir pakkar sem voru límdir aftur með sterku límbandi og smurðir inn í bílolíu. Í tilkynningu frá U.S. Customs and Border Protection kemur fram að konurnar hafi Lesa meira

Stærsti kókaínfundur sögunnar í Mexíkóborg

Stærsti kókaínfundur sögunnar í Mexíkóborg

Pressan
27.07.2022

Lögreglan í Mexíkóborg skýrði frá því í gær að hún hefði lagt hald á 1,6 tonn af kókaíni og er þetta mesta magn kókaíns sem lögreglan í borginni hefur nokkru sinni lagt hald á. Fjórir hafa verið handteknir vegna málsins og eru þeir grunaðir um að tengjast Sinaloa-eiturlyfjahringnum. Omar Garcia Harfuch, yfirmaður öryggisdeildar lögreglu borgarinnar, skýrði frá þessu. Lesa meira

Merk uppgötvun í Mexíkó

Merk uppgötvun í Mexíkó

Pressan
06.11.2021

Fornleifafræðingar eru margir hverjir yfir sig ánægðir og fagna nýrri uppgötvun í Mexíkó. Þar hafa fornleifafræðingar fundið tæplega 500 grafstæði sem er hægt að rekja til Maya og Olmeka sem er elsta þekkta menningarsamfélagið í Mesóameríku. Sciencealert skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamennirnir hafi notað LIDAR-tækni til að finna grafstæðin. LIDAR (Light detection and ranging) er tækni sem er notuð til að safna miklu magni fjarlægðamælinga Lesa meira

Tíu konur og stúlkur eru myrtar daglega í Mexíkó

Tíu konur og stúlkur eru myrtar daglega í Mexíkó

Pressan
26.09.2021

Á hverjum degi eru að minnsta kosti tíu konur og stúlkur myrtar í Mexíkó. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá mannréttindasamtökunum Amnesty International sem fjallar um ofbeldisverk í Mexíkó og lítinn sem engan áhuga yfirvalda á að koma í veg fyrir morð eða rannsaka þau og draga þá ábyrgu fyrir dóm. Fram kemur að fjölskyldur hinna látnu Lesa meira

Sáu „óvenjulegan lit“ við árbakkann – Brá mjög í brún þegar þeir sáu hvað þetta var

Sáu „óvenjulegan lit“ við árbakkann – Brá mjög í brún þegar þeir sáu hvað þetta var

Pressan
17.09.2021

Bandarískir landamæraverðir voru á þriðjudaginn við eftirlit við Rio Grande nærri bænum Eagle Pass en hann er við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þeir sigldu eftir Rio Grande og skyndilega sáu þeir „óvenjulegan lit“ á árbakkanum og fóru að sjálfsögðu nær til að kanna málið. Þeim brá mjög í brún þegar þeir komu nær og sáu að tvö lítil börn voru þar. Þau höfðu Lesa meira

Mexíkóskur eiturlyfjahringur hótar að drepa fréttaþul vegna „ósanngjarnrar“ umfjöllunar

Mexíkóskur eiturlyfjahringur hótar að drepa fréttaþul vegna „ósanngjarnrar“ umfjöllunar

Pressan
12.08.2021

Meðlimir í mexíkóska eiturlyfjahringnum Jalisco New Generation hafa birt myndband þar sem þeir hafa í hótunum við Azucena Uresti, fréttaþul, og sjónvarpsstöðina Milenio Television. Í myndbandinu segjast menn, sem eru grímuklæddir, vera fulltrúar valdamesta eiturlyfjahrings landsins og hafi þeir gripið til þess óvenjulega ráðs að birta myndbandið og hóta að myrða Uresti vegna þess sem þeir telja vera ósanngjarna umfjöllun um eiturlyfjahringinn. Myndbandið var birt Lesa meira

Fundu 43 lík í Arizona

Fundu 43 lík í Arizona

Pressan
16.07.2021

Í júní fundust 43 lík af ólöglegum innflytjendum sem voru á leið til Bandaríkjanna frá Mexíkó. Mánuðurinn var heitasti júnímánuður sögunnar í Phoenix en hitinn fór margoft yfir 43 gráður en það er svipaður hiti og er venjulega í Sonoraneyðimörkinni. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að það séu samtökin Humane Borders sem hafi skráð líkfundina út frá gögnum frá réttarmeinafræðingum Lesa meira

Allt að 60% fleiri COVID-19 dauðsföll í Mexíkó en opinberar tölur segja til um

Allt að 60% fleiri COVID-19 dauðsföll í Mexíkó en opinberar tölur segja til um

Pressan
30.03.2021

Mexíkósk yfirvöld hafa staðfest að rúmlega 200.000 manns hafi látist af völdum COVID-19 en í raun gæti talan verið allt að 321.000. þetta kemur fram í nýrri skýrslu. Mexíkó hefur farið illa út úr heimsfaraldrinum, sjúkrahús eru undir miklu álagi, skortur er á súrefni og ástandið er víða hræðilegt. Ofan á þetta bætist hugsanlega hafa Lesa meira

Smyglarar fylgjast vel með fólki sem fer frá Mexíkó til Bandaríkjanna – Látið bera armbönd

Smyglarar fylgjast vel með fólki sem fer frá Mexíkó til Bandaríkjanna – Látið bera armbönd

Pressan
20.03.2021

Að sögn bandarískra embættismanna þá færist sífellt í vöxt að mexíkóskir eiturlyfjahringir og þeir sem smygla fólki frá Mexíkó til Bandaríkjanna fylgist með ferðum fólks með því að láta það bera armbönd þar sem ýmsar upplýsingar koma fram. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að landamæraverðir verði í síauknum mæli varir við þetta. Á þessum armböndum Lesa meira

Örvæntingarfullir Mexíkóar bíða klukkustundum saman eftir súrefni

Örvæntingarfullir Mexíkóar bíða klukkustundum saman eftir súrefni

Pressan
25.01.2021

Álagið á sjúkrahús í Mexíkóborg er svo mikið að ekki er hægt að taka við fleiri COVID-19-sjúklingum og verða þeir því að takast á við sjúkdóminn heima hjá sér. Þetta veldur því að fólk stendur klukkustundum saman í röðum til að kaupa súrefni handa veikum ættingjum sínum. Dæmi eru um að fólk hafi eytt því Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af