fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Pressan

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Pressan
Föstudaginn 27. júní 2025 08:00

Ali Khamenei æðstiklerkur í Íran. Mynd:Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein af afleiðingum stríðsins á milli Ísraels og Íran er að sænsku glæpasamtökin Foxtrot eru undir miklum þrýstingi frá Írönum um að gera hryðjuverkaárásir gegn ísraelskum og bandarískum skotmörkum í Svíþjóð, Danmörku og Þýskalandi.

Þetta kemur fram í fréttaskýringaþættinum „Uppdrag granskning“ sem Sænska ríkissjónvarpið framleiðir.

Í þættinum kemur fram að Foxtrot leiti logandi ljósi að fólki sem er viljugt til að taka að sér að ráðast á skotmörk í Svíþjóð, Danmörku og Þýskalandi.

Rawa Majid, leiðtogi Foxtrot, er sagður vera undir miklum þrýstingi frá Íran um að gera slíkar árásir. Er hann sagður hafa beðið næstráðendur sína í glæpasamtökunum um að finna fólk sem geti tekið að sér að gera árásir af þessu tagi.

Þessir næstráðendur hans hafa sett sig í samband við marga sænska glæpamenn að undanförnu og krafist þess að þeir aðstoði við að finna fólk, sem geti gert árásir á ísraelsk og bandarísk skotmörk.

Þeim, sem vilja ekki taka þátt í þessu, er að sögn hótað og sagt að framvegis muni Rawa Majid líta á þá sem óvini.

Fram að þessu hafa að minnsta kosti sjö fyrirhugaðar árásir og árásir á ísraelsk skotmörk í Svíþjóð, Danmörku og Belgíu verið raktar til Foxtrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 1 viku

Risarnir snúa baki við Apple

Risarnir snúa baki við Apple
Pressan
Fyrir 1 viku

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 1 viku

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?