fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
Pressan

Bandaríkin kaupa 200 milljónir skammta af bóluefni Pfizer til viðbótar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. júlí 2021 23:30

mynd/pfizer

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjastjórn tilkynnti á föstudaginn að samið hefði verið um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni til viðbótar fyrri kaupum. Skammtana á að nota til að gefa fólki þriðja skammtinn af bóluefninu og til að bólusetja börn.

Helmingur af skömmtunum er til afhendingar fyrir árslok og hinn helmingurinn fyrir apríl á næsta ári. Þetta þýðir að Bandaríkjastjórn hefur keypt 500 milljónir skammta af bóluefni fyrirtækjanna. Á síðasta ári tryggði stjórnin sér kauprétt að 600 milljónum skammta. Um 333 milljónir búa í Bandaríkjunum.

Bandaríkjastjórn hefur að auki pantað 500 milljónir skammta af bóluefnum til að gefa öðrum löndum. Þar er um að ræða bóluefni frá Pfizer/BioNTechJohnson & Johnson og AstraZeneca. Í síðustu viku voru 22 milljónir skammta send til annara landa að sögn Jen Psaki, talskonu Joe Biden, forseta.

Fyrr í mánuðinum hvatti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO lönd heims til að panta ekki bóluefni til að gefa þriðja skammtinn á meðan mörg lönd glíma við skort á bóluefnum.

Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, segir að mikill ójöfnuður ríki hvað varðar skiptingu bóluefna á milli ríkja heims. Hann sagði að sum lönd hafi pantað milljónir skammta af bóluefnum, til að gefa fólki aukaskammt, á meðan önnur lönd hafi ekki fengið nægilega mikið af bóluefnum til að geta bólusett heilbrigðisstarfsfólk og fólk í viðkvæmum hópum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Eldfimar afhjúpanir í nýrri bók um Trump – „Er einhver í Hvíta húsinu sem gerir annað en að kyssa feitan rass hans?“

Eldfimar afhjúpanir í nýrri bók um Trump – „Er einhver í Hvíta húsinu sem gerir annað en að kyssa feitan rass hans?“
Pressan
Í gær

Banna konum að æfa ef þær eru aðeins í íþróttabrjóstahaldara að ofan

Banna konum að æfa ef þær eru aðeins í íþróttabrjóstahaldara að ofan
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpar sprengju inn í Madeleine-málið

Varpar sprengju inn í Madeleine-málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný bók um Trumphjónin hræðir þau – „Það er ekki nægilega mikið vatn hér á jörðinni til að slökkva þá elda sem hún getur kveikt í Trump-heiminum“

Ný bók um Trumphjónin hræðir þau – „Það er ekki nægilega mikið vatn hér á jörðinni til að slökkva þá elda sem hún getur kveikt í Trump-heiminum“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að niðurstöður rannsóknarinnar skeri endanlega úr um gagnsemi andlitsgríma

Segja að niðurstöður rannsóknarinnar skeri endanlega úr um gagnsemi andlitsgríma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ljónheppnir og stálheiðarlegir iðnaðarmenn gerðu merka uppgötvun

Ljónheppnir og stálheiðarlegir iðnaðarmenn gerðu merka uppgötvun