fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Sænsku hægriflokkarnir þrýsta á ríkisstjórnina vegna innflytjendamála

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 17:15

Flóttamenn í Svíþjóð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðtogar sænsku stjórnmálaflokkanna mættust í sjónvarpskappræðum á sunnudagskvöldið þar sem innflytjenda- og flóttamannamál voru rædd. Hægriflokkarnir sóttu hart að ríkisstjórninni sem er minnihlutastjórn jafnaðarmanna undir forystu Stefan Löfven, forsætisráðherra og formanns jafnaðarmanna.

Löfven er undir vaxandi þrýstingi frá stjórnarandstöðunni um að herða lög og reglur er varða innflytjenda- og flóttamannamál. Það eru Modereaterna, Kristilegir demókratar, Frjálslyndir og Svíþjóðardemókratarnir en flokkarnir hafa tekið höndum saman um stefnumörkun í málaflokknum. Þetta eru stór tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem Svíþjóðardemókrötunum er hleypt að samningaborðinu og til áhrifa en þeir hafa verið áhrifalausir á sænska þinginu allt frá því að þeir fengu fyrst þingmenn kjörna fyrir um áratug.

Flokkarnir hafa sett fram kröfu um að möguleikar útlendinga á að fá varanlegt dvalarleyfi í Svíþjóð verði takmarkaðir. Þeir vilja einnig ganga enn lengra en ríkisstjórn Löfven gerir í nýjum tillögum um vernd fyrir hælisleitendur en samkvæmt þeim tillögum munu börn og fullorðnir, sem ekki uppfylla skilyrði um að vera hælisleitendur, eiga möguleika á að vera áfram í Svíþjóð. Þetta vilja hægri flokkarnir ekki en þeir höfðu varla lagt tillögur sínar fram þegar brestir komu í samstöðu þeirra.

Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna, sagðist vilja sjá enn harðari innflytjendalöggjöf en kæmi fram í þeim tillögum sem hægri flokkarnir hafa kynnt. Hann sagði tillöguna ekki vera góða en „ekki jafn slæma“ og tillögur ríkisstjórnarinnar. Hann sagðist helst vilja rífa núverandi lög um málefni innflytjenda og hælisleitenda í tætlur og loka alveg fyrir komur innflytjenda og hælisleitenda til landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?