fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

stjórnmál

Óttar Guðmundsson skrifar: Pólitísk ólund

Óttar Guðmundsson skrifar: Pólitísk ólund

EyjanFastir pennar
09.03.2024

Mikil óeining er ríkjandi á stjórnarheimilinu. Vinstri grænir kenna Sjálfstæðismönnum um ófarir sínar í skoðanakönnunum. Sjálfstæðismenn kenna VG á móti um öll vandamálin í útlendingamálum, orkumálum og vaxtamálum. Framsóknarflokkurinn er eins og skilnaðarbarn í óhamingjusömu hjónabandi og siglir bil beggja í þögulli meðvirkni. Stjórnarflokkarnir halda uppi öflugri stjórnarandstöðu með þessari stöðugu ólund. Leiðtogar og óbreyttir Lesa meira

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins ýjar að því að Svandís verði varin vantrausti – „Sérlega viðkvæm staða í íslensku samfélagi akkúrat núna“

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins ýjar að því að Svandís verði varin vantrausti – „Sérlega viðkvæm staða í íslensku samfélagi akkúrat núna“

Eyjan
09.01.2024

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði boltann hjá Vinstri grænum varðandi að taka á áliti Umboðsmanns Alþingis um hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í útvarpsviðtali hjá Útvarpi Sögu í dag. Varðandi mögulega vantrauststillögu þurfi hins vegar að horfa til stöðunnar í íslensku efnahagslífi og pólitískt samhengi hlutanna. Stjórnarandstæðingar hyggjast leggja fram vantrauststillögu á Svandísi þegar þing kemur Lesa meira

Samfylkingin fengi 19 þingmenn en Sjálfstæðisflokkur 12

Samfylkingin fengi 19 þingmenn en Sjálfstæðisflokkur 12

Eyjan
03.01.2024

Samfylkingin fengi 19 menn kjörna ef kosið væri nú miðað við nýjan þjóðarpúls Gallup. Ríkisstjórnarflokkarnir fengju samanlagt 22 þingmenn. Í Þjóðarpúlsinum mælist Samfylkingin nú með 28,4 prósent og hækkar örlítið á milli mánaða. Umreiknað í þingmannafjölda eru þetta 19 sæti, rúmlega þrefaldur núverandi fjöldi þingmanna Samfylkingar. Sjálfstæðisflokkurinn missir næstum 2 prósent og mælist nú með 18,1 Lesa meira

Minnst bjartsýni hjá Sjálfstæðismönnum fyrir næsta ári – Viðreisnarfólk bjartsýnast

Minnst bjartsýni hjá Sjálfstæðismönnum fyrir næsta ári – Viðreisnarfólk bjartsýnast

Eyjan
29.12.2023

Rétt rúmur helmingur landsmanna telur að árið 2024 verði betra fyrir sig persónulega en 2023 var, það er 52 prósent. Aðeins 9 prósent telja að árið verði verra. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðismenn eru þeir sem eru minnst bjartsýnir á að næsta ár verði betra en það sem er að líða, fyrir utan þá sem Lesa meira

Framsókn tapaði 3 milljónum – Hvalur hf á meðal stærstu styrktaraðila

Framsókn tapaði 3 milljónum – Hvalur hf á meðal stærstu styrktaraðila

Eyjan
26.12.2023

Framsóknarflokkurinn tapaði þremur milljónum á árinu 2022. Eigið fé flokksins var neikvætt um tæpar 28 milljónir króna í lok ársins. Þetta kemur fram í sameiginlegum reikningsskilum Framsóknarflokksins og 31 kjördæmisráða og undirfélaga. Sem og Skúlagarðs, fasteignafélagsins utan um Framsóknarhúsið við Hverfisgötu. Tekjur flokksins jukust verulega á milli ára, það er úr 155 milljónum króna í 214. Skiptu Lesa meira

Orðið á götunni: Stefán eygir oddvitasætið fyrir norðan fyrir næstu kosningar

Orðið á götunni: Stefán eygir oddvitasætið fyrir norðan fyrir næstu kosningar

Eyjan
01.11.2023

Óhætt er að segja að Stefán Eiríksson hafi í útvarpsþættinum Bítinu í morgun undirbúið jarðveginn og sáð fræjum, eða jafn vel kartöflum, fyrir væntanlegt framboð til Alþingis 2025. Eygir hann auðvelt oddvitasæti fyrir norðan og ráðherrastól. „Maður veit aldrei hvað gerist þegar ég hætti í þessu starfi,“ sagði Stefán sem á um eitt og hálft Lesa meira

R-listanum slitið formlega

R-listanum slitið formlega

Fréttir
26.10.2023

Regnboganum, félaginu að baki R-listanum hefur verið slitið formlega. Er það eitt af þeim tugum félaga sem nýlega var slitið með úrskurði héraðsdóms á grundvelli laga um skráningu raunverulegra eigenda. Þetta kemur fram í tilkynningu Ríkisskattstjóra í dag. R-listinn, eða Reykjavíkurlistinn, var stofnaður fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 1994 og vann stórsigur. Að honum stóðu Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur Lesa meira

Kattaframboðið á Akureyri klofnaði

Kattaframboðið á Akureyri klofnaði

Fréttir
17.10.2023

Ásgeir Ólafsson Lie markþjálfi hefur stofnað nýtt framboð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Akureyri og auglýsir eftir fólki. Staðarmiðillinn Kaffið.is greinir frá þessu. Ásgeir var í öðru sæti á lista Kattarframboðsins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2022. Listamaðurinn Snorri Ásmundsson stofnaði það framboð sem viðbragð við hugmyndum sveitarstjórnar Akureyrar um að banna lausagöngu heimiliskatta. Nærri 400 manns, eða um Lesa meira

Afsögnin kom á óvart – Eitthvað meira hljóti að liggja að baki

Afsögnin kom á óvart – Eitthvað meira hljóti að liggja að baki

Fréttir
10.10.2023

Afsögn Bjarna Benediktssonar kom þeim stjórnmálafræðingum sem DV ræddi við mjög á óvart. Fari Bjarni úr stjórnmálum verður stjórnarsamstarfið erfiðara. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst, segir að það hljóti að liggja eitthvað annað að baki ákvörðun Bjarna en álit Umboðsmanns Alþingis um bankasöluna. Eitthvað viðameira pólitískt mat á stöðu ríkisstjórnarinnar eða persónulegt mat. Lesa meira

Samfylking fengi 21 þingsæti samkvæmt könnun – Evrópusinnaðir flokkar í meirihluta

Samfylking fengi 21 þingsæti samkvæmt könnun – Evrópusinnaðir flokkar í meirihluta

Fréttir
03.10.2023

Samfylkingin hefur rofið 30 prósenta múrinn hjá þjóðarpúlsi Gallup. Mælist nú flokkurinn með 30,1 prósenta fylgi. Ef þetta yrðu niðurstöður kosninga myndi þetta þýða að flokkurinn fengi 21 þingsæti. Á stórveldistíma Samfylkingarinnar, á fyrsta áratug aldarinnar, fékk flokkurinn í tvígang 20 þingsæti en aldrei fleiri. Mest fékk flokkurinn 31 prósent fylgi í alþingiskosningunum árið 2003. Þetta Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af