fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Reynt að ræna 11 ára stúlku á götu úti – Ótrúlegt myndband af hetjudáð hennar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. maí 2021 06:00

Skjáskot úr myndbandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn fór Alyssa Bonal, 11 ára, að heiman frá sér rétt fyrir klukkan sjö til að fara í skólann. Hún gekk út á biðstöð skólabílsins og beið þar eftir honum. Meðferðis hafði hún heimatilbúið slím til að leika sér að á meðan hún beið. Hún settist niður og byrjaði að leika sér að slíminu sem reyndist síðan skipta miklu máli varðandi rannsókn lögreglunnar.

Eftirlitsmyndavél er staðsett nærri biðstöðinni og á upptöku úr henni, sem lögreglan hefur birt, sést hvað gerðist. Skyndilega stöðvar ökumaður hvíts bíls og maður hoppar út og hleypur að Alyssa. Hún segir að hann hafi verið með hníf í höndinni og hafi gripið um háls hennar. Hún brást við með að slá og sparka af öllum lífs og sálarkröftum. Maðurinn reyndi að draga hana að bílnum en vegna baráttu hennar hrasaði hann og bæði duttu. Alyssa greip þá tækifærið og flúði og það sama gerði maðurinn sem hljóp inn í bíl sinn og ók á brott.

Alyssa hljóp heim og móðir hennar, Amber Bonal, hringdi strax í lögregluna sem hóf strax umfangsmikla leit að manninum. Upptökurnar úr eftirlitsmyndavélinni komu henni á slóð þrítugs manns. Þegar lögreglan hafði upp á honum var hann á fullu að sprauta bíl sinn en skráningarnúmerin komu upp um hann. En fyrir snarræði Alyssa þá voru það fleiri sönnunargögn sem urðu honum að falli. Hún hafði nefnilega náð að ata slími á annan handlegg hans og var blátt slím á honum.

Amber segir að dóttir hennar hafi hugsað með sér að slímið gæti orðið mikilvægt sönnunargagn. „Hún sagði: „Mamma, ég varð að skilja eitthvað sönnunargagn eftir eins og er gert í „Law and Order, Special Victims Unit““. Við höfum horft á hvern einasta þátt í þeirri þáttaröð. Alyssa er snjöll, hún hugsar hratt,“ sagði Amber í samtali við Pensacola News Journal.

Hinn handtekni, sem er þrítugur, hefur hlotið dóma fyrir margvísleg afbrot, þar á meðal kynferðisbrot gegn barni. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald en getur losnað úr því ef hann reiðir fram tvær milljónir dollara í tryggingu.

Alyssa slapp nær ómeidd líkamlega frá árásinni en Amber hefur áhyggjur af sálrænum eftirköstum. „Ég óttast að hún skilji ekki alveg hversu tæpt það stóð að henni væri rænt,“ sagði hún og vill að Alyssa fái sálfræðiaðstoð.

Lögreglan telur að maðurinn hafi fylgst með Alyssa vikum saman. Hún sagði lögreglunni að í lok apríl hafi maður í hvítum bíl stöðvað við biðstöðina og byrjað að tala við hana. Þegar hann steig út úr bílnum varð hún hrædd og hljóp á brott. Í kjölfarið fór móðir hennar að fylgja henni út á biðstöðina en þennan dag varð hún að snúa við í útidyrunum til að skipta á yngri systur Alyssa. Þar sem þær voru eiginlega of seinar fór Alyssa á undan.

Á upptökunni úr eftirlitsmyndavélinni sést að maðurinn ók að minnsta kosti einu sinni framhjá Alyssa áður en hann stöðvaði og réðst á hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband