fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Frans páfi reiknar með að sitja í embætti þar til hann deyr

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. mars 2021 23:00

Frans páfi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frans páfi reiknar með að deyja í Róm sem „virkur páfi eða sestur í helgan stein“ en ekki í heimalandinu Argentínu. Þetta kemur fram í nýrri bók „The Health of Popes“.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að í viðtali við argentínska blaðamanninn og lækninn Nelson Castro í Vatíkaninu í febrúar 2019 hafi páfinn sagt að hann hugsi um dauðann en óttist hann ekki. Það er Castro sem skrifaði bókina.

Útdráttur úr bókinni var birtur í argentínska dagblaðinu La Nacion nýlega. Í honum kemur fram að þegar Frans páfi, sem er 84 ára, var spurður hvernig hann vilji hafa síðustu daga sína hafi hann svarað: „Ég verð páfi, annað hvort virkur eða sestur í helgan stein, og í Róm. Ég mun ekki snúa aftur til Argentínu,“ sagði hann.

Páfinn hefur þurft að aflýsa ýmsu á síðustu mánuðum vegna settaugarbólgu en ekki er vitað til að hann þjáist af öðrum alvarlegum sjúkdómum. Vatíkanið hefur alltaf verið þögult um heilsufar páfa hverju sinni.

Í nýju bókinni segir að þetta sé í fyrsta sinn sem páfi ræðir opinberlega um heilsu sína.

Í bókinni segir hann einnig að hann sakni Argentínu ekki en þar fæddist hann og ólst upp og bjó raunar þar í 76 ár. „Það sem veldur mér sársauka eru vandamál landsins,“ sagði hann en Argentína glímir við mikinn efnahagsvanda. Hann segir einnig að hann hafi leitað sér aðstoðar sálfræðings vegna kvíða á þeim tíma sem hann aðstoðaði fólk við að komast frá Argentínu á tímum herforingjastjórnarinnar. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu