fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Trúarleiðtogi sem læknar með að pota í augu talinn miðpunktur kórónuveirufaraldurs

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. nóvember 2021 20:00

Sýnataka í Suður-Kóreu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lítt þekktur suðurkóreskur trúarsöfnuður er nú miðpunktur kórónuveirufaraldursins þar í landi. Leiðtogi hans potar í augu fólks til að lækna það en hann er talinn hafa komið faraldri af stað meðal safnaðarmeðlima.

Smitum hefur fjölgað ört í Suður-Kóreu að undanförnu og yfirvöld reyna nú að halda aftur af faraldrinum sem er farinn að valda miklu álagi á sjúkrahús. The Guardian skýrir frá þessu.

Fram kemur að í litlum bæ í Cheonan, sem er sunnan við höfuðborgina Seoul, séu að minnsta kosti 241 smitaður en 427 búa í bænum. Fólkið tengist trúarsöfnuði þar sem leiðtoginn er þekktastur fyrir að lækna fólk með því að pota í augu þess. Í yfirlýsingu frá suðurkóresku smitsjúkdómastofnuninni kemur fram að talið sé að um stóran faraldur sé að ræða.

Um 90% safnaðarmeðlima eru óbólusettir og meirihluti þess á í nánum samskiptum við hvert annað því fólkið býr saman. Margir safnaðarmeðlimir eru eldri en sextíu ára og óbólusettir að sögn embættismanna. Af þeim 241 sem hafa greinst með veiruna eru 17 bólusettir. Söfnuðurinn er almennt á móti stjórnvöldum og því hafa safnaðarmeðlimir flestir hverjir ekki látið bólusetja sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Í gær

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður