fbpx
Laugardagur 27.nóvember 2021
Pressan

Ráðgátan vindur upp á sig – Eru þetta lífsmerki frá Brian Laundrie?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. október 2021 06:07

Gabby og Brian. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan hefur leitað að Brian Laundrie síðustu vikur en hann er talinn vita eitthvað um hvernig andlát Gabby Petito bar að en hún var unnusta hans. Brian sneri einn heim úr ferðalagi þeirra um Bandaríkin í byrjun september og vildi ekkert segja um hvar Gabby væri. Lík hennar fannst nokkrum vikum síðar í þjóðgarði í Wyoming. Tveimur dögum áður en lík hennar fannst hvarf Brian frá heimili foreldra sinna í Flórída og hefur ekki sést síðan. Nú virðist málið hafa undið enn frekar upp á sig miðað við það sem einn notandi Pinterest segir.

Viðkomandi, Shaynah Dodge, er bloggari sem býr í Minnesota. Hún fylgist náið með máli Brian og Gabby og á mánudaginn birti hún færslu þar sem hún bendir á undarlegt atriði varðandi Brian. „Fyrir þremur vikum deildi ég færslu um Pinterestprófíl Brian Laundrie. Á skjáskoti mínu frá því fyrir þremur vikum sést að hann fylgdi 145 manns. Í gærkvöldi kíkti ég á prófílinn hans og tók eftir að nú fylgir hann 146 manns. Er það ekki undarlegt?“

Spyr hún og bætir við: „Auðvitað fjölgar fylgjendum hans í takt við að fólk hópast á síðuna hans en hvernig stendur á því að þeim fjölgar sem hann fylgir?“

Hún segist vera viss um að umræddur Pinterestprófíll tilheyri Brian því hann hafi deilt efni þar með Gabby og móður sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö konur lögsækja Katar eftir að hafa verið neyddar í skoðun hjá kvensjúkdómalækni

Sjö konur lögsækja Katar eftir að hafa verið neyddar í skoðun hjá kvensjúkdómalækni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þeir óbólusettu bera ábyrgð á árás á heilbrigðiskerfið okkar“

„Þeir óbólusettu bera ábyrgð á árás á heilbrigðiskerfið okkar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfullur sjúkdómur herjar en bara á einum stað í heiminum

Dularfullur sjúkdómur herjar en bara á einum stað í heiminum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrottalegt morðmál skekur Svíþjóð – Stjórnmálamaður handtekinn – Grunaður um að hafa sundurhlutað líkið

Hrottalegt morðmál skekur Svíþjóð – Stjórnmálamaður handtekinn – Grunaður um að hafa sundurhlutað líkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta var bara æfing hjá lögreglunni – Stóðu skyndilega í miðri morðgátu

Þetta var bara æfing hjá lögreglunni – Stóðu skyndilega í miðri morðgátu
Pressan
Fyrir 5 dögum

11 ára stúlka fór í sund og smitaðist af lekanda

11 ára stúlka fór í sund og smitaðist af lekanda