fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Tókstu eftir þessu í innsetningarathöfninni í gær?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 06:58

Biden og Harris heilsast í gær. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innsetningarathöfn Joe Biden og Kamala Harris í embætti forseta og varaforseta Bandaríkjanna í gær var ólík fyrir athöfnum. Nær engir áhorfendur, fráfarandi forseti fjarstaddur og smá snjókoma. Að auki voru gríðarlegar öryggisráðstafanir og hafa þær aldrei verið meiri við innsetningarathöfn forseta landsins. En það var eitt og annað sem við gátum séð í sjónvarpinu sem margir veittu kannski ekki athygli. Hér verða nokkur slík atriði nefnd til sögunnar og spurningin er hvort þú hafir tekið eftir þessu í gær?

Brynvarinn lúxusbifreiðin sem flutti Joe Biden til innsetningarathafnarinnar var með númeraplötuna 46. Talan táknar að hann sé 46. forseti Bandaríkjanna. Númeraplata bifreiðar Kamala Harris var 49 en hún tók við sem 49. varaforseti Bandaríkjanna.

Bifreið Biden með númeraplötuna 46. Mynd:Getty

Joe Biden sór embættiseið með því að leggja vinstri höndina á biblíu sem hefur verið í eigu fjölskyldu hans síðan 1893. Hann notaði þessa sömu biblíu þegar hann sór embættiseið sem varaforseti 2009 og 2013 og þegar hann sór eið sem þingmaður fyrir margt löngu. Beau, heitinn sonur hans, sór einnig eið við þessa biblíu þegar hann varð dómsmálaráðherra í Delaware.

Biblían hefur verið í eigu fjölskyldu Biden síðan 1893. Mynd:EPA

Það var tímanna tákn að Biden hélt fjarfund í Hvíta húsinu að embættistöku lokinni. Þar ræddi hann við væntanlega ríkisstjórn sína og starfsfólk. Hann stóð fyrir framan stóra skjái og starfsfólkið sór embættiseið.

Biden á fjarfundi í gær. Mynd:Getty

Þvert á það sem allir héldu þá skildi Donald Trump eftir bréf til Biden. Það er löng hefð fyrir því að fráfarandi forseti skilji eftir bréf til arftaka síns og bjóði hann velkominn og veiti góð ráð. Ekki er vitað hvað stóð í bréfi Trump.

Sérstakur starfsmaður sá um að þurrka af ræðupúltinu við innsetninguna í gær en það er auðvitað í anda sóttvarnaráðstafana sem eru í gildi.

Púltið þrifið. Mynd:Getty

Á meðan Biden sór embættiseið kraup einkennisklæddur maður við gröf sonar hans, Beau, í Delaware.

Kamala Harris var fylgt til athafnarinnar af Eugene Goodman, lögreglumanni, sem var hylltur fyrir að hafa leitt ofbeldisfólk, sem réðst inn í þinghúsið þann 6. janúar, á brott frá sölum öldungadeildarinnar.

Það var Sonia Sotomayor, hæstaréttardómari, sem sá um athöfnina þegar Harris sór embættiseið. Engin tilviljun því Sotomayor er fyrsta manneskjan af suður-amerískum ættum til að gegna embætti hæstaréttardómara í Bandaríkjunum.

Sonia Sotomayor og Kamala Harris. Mynd:EPA

Þegar Lady Gaga hafði lokið við að flytja þjóðsönginn og yfirgaf ræðurpúltið var það Barack Obama, fyrrum forseti, sem var fyrstur til að hrósa henni fyrir sönginn en þau hafa lengi verið vinir.

Michelle Obama og Lady Gaga föðmuðust. Mynd:EPA

Amanda Gorman, 22 ára, sem flutti ljóð við athöfnina var yngsta manneskjan til að sjá um upplestur á innsetningarathöfn forseta.

Amanda Gorman. Mynd:EPA
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“