fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Repúblikanar reyna að draga úr möguleikum fólks til að kjósa

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öldungadeild þings Georgíuríkis í Bandaríkjunum samþykkti í gær ný kosningalög sem fela í sér að verulega er þrengt að möguleikum fólks til að kjósa utan kjörfundar. Samkvæmt nýju lögunum verður mjög erfitt fyrir kjósendur að fá heimild til að kjósa utan kjörfundar. Markmiðið með lögunum er að styrkja stöðu Repúblikana í ríkinu því það eru yfirleitt kjósendur Demókrata sem nýta sér utankjörfundarkosningu í ríkari mæli en Repúblikanar. En Georgía er ekki eina ríkið þar sem Repúblikanar reyna nú að þrengja kosningalöggjöfina til að koma í veg fyrir að allir sem vilja geti kosið.

CNN segir að frumvarpið hafi verið samþykkt með 29 atkvæðum gegn 20. Það fer nú til fulltrúadeildar þingsins en reiknað er með að það verði samþykkt þar á næstu vikum.

Samkvæmt frumvarpinu þurfa kjósendur að vera 65 ára eða eldri, fjarverandi frá kjördæmi sínu, bundnir af trúarlegum helgidegi, bundnir við stöðuga umönnun fatlaðs einstaklings eða tilneyddir til að sinna starfi sem felur í sér „að vernda heilbrigði, líf eða öryggi almennings“ allan þann tíma sem kjörstaðir eru opnir eða vera staðsettir erlendis á vegum hersins til að eiga rétt á að kjósa utan kjörfundar. Þetta er mikil breyting á kosningalögum ríkisins sem Repúblikanar komu í gegnum þingið 2005 en samkvæmt þeim geta allir kosið utan kjörfundar og þurfa ekki að tilgreina neina ástæðu. Einnig eru kröfur um skilríki, sem fólk þarf að framvísa, hertar.

Margir muna eflaust að Georgía var eitt helsta átakaríkið í forsetakosningunum í nóvember en þá sigraði Joe Biden í ríkinu. Donald Trump, þáverandi forseti, og stuðningsmenn hans höfðu þá hátt um meint kosningasvindl og kenndu utankjörfundarkosningu um niðurstöðuna og sögðu hana bjóða upp á kosningasvik.

Víðar um landið reyna Repúblikanar nú að breyta kosningalögum til að halda Demókrötum frá því að kjósa en það er oft fólk úr minnihlutahópum, sem styður yfirleitt Demókrata, sem kýs utan kjörfundar.  CNN segir að í rúmlega 40 ríkjum hafi Repúblikanar að undanförnu kynnt lagafrumvörp sem takmarka möguleika fólks til að skrá sig á kjörskrá.

Mike Dugan, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Georgíuríkis, sagði að nauðsynlegt sé að draga úr utankjörfundaratkvæðagreiðslum til að draga úr kostnaði við meðhöndlun og talningu atkvæða, draga úr álagi á starfsfólk kjörstjórna og tryggja að utankjörfundaratkvæði séu talin.

Í síðustu viku samþykkti fulltrúadeild Bandaríkjaþings frumvarp sem miðar að því að taka á tilraunum Repúblikana til að takmarka möguleika fólks á að skrá sig á kjörskrá og annað það er kemur í veg fyrir að fólk geti kosið. Lögin banna ríkjunum að setja skorður á utankjörfundaratkvæðagreiðslur, eins og til dæmis bréfkosningu, og þau þurfa að láta óháðar kjörstjórnir ákveða kjördæmamörk en nú eru það stjórnmálamenn sem ákveða þau og færa fram og til baka eftir því hvernig vindar blása hverju sinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump