AOC safnaði 4,7 milljónum dollara fyrir hrjáða Texasbúa
PressanAlexandria Ocasio-Cortez (sem oft er nefnd AOC), þingmaður Demókrataflokksins frá New York, hóf fjársöfnun fyrir hrjáða Texasbúa á fimmtudaginn en þeir glímdu við mikinn kulda, snjó og ísingu í síðustu viku þegar óvenjulegt vetrarveður skall á ríkinu. Í gærkvöldi höfðu 4,7 milljónir dollara safnast. Ivet Contreas, talskona AOC, staðfesti þetta við CNN í gærkvöldi. Vetrarveðrið í Texas hafði í för með sér víðtækt rafmagnsleysi og aðra erfiðleika. Um 70 manns Lesa meira
Erfiðir tímar fram undan hjá Repúblikönum eftir árásina á þinghúsið
EyjanÁrás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið síðasta miðvikudag opinberaði þann mikla klofning sem er í Repúblikanaflokknum. Líklegt má telja að árásin muni hafa mikil áhrif á bandarísk stjórnmál næstu árin. Stuðningsmenn Trump segja að árásin hafi verið mótmæli gegn þaulskipulögðu kosningasvindli þar sem sigurinn í forsetakosningunum hafi verið hafður af Trump. Aðrir segja að árásin hafi verið árás á lýðræðið Lesa meira
Þetta er konan á bak við sigur Biden í Georgíu – Næst er það baráttan um öldungadeildina
PressanStacey Abrams er vinsæl í Demókrataflokknum því það er ekki annað að sjá en að hún eigi stærstan hlut að máli hvað varðar sigur Joe Biden í forsetakosningunum í ríkinu. Barátta hennar er talin hafa tryggt Biden alla 16 kjörmenn ríkisins sem hefur verið vígi Repúblikana allt frá því að Bill Clinton sigraði þar 1992. Það sem rekur Abrams áfram er ósigur hennar í ríkisstjórakosningunum í Georgíu í nóvember Lesa meira
Hann er maðurinn sem getur stöðvað allar tilraunir Biden til umbóta
EyjanLíklega er hann sá Repúblikani sem flestir á vinstri vængnum hata og telja vera sérstakan verndara stórkapítalista. Hann heitir Mitch McConnell og er leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni. Þar er hann í kjöraðstöðu til að kæfa endurbótaáætlanir Demókrata eða hleypa þeim í gegn. Kjósendur í Kentucky kusu þennan 78 ára íhaldsmann til setu í öldungadeild þingsins Lesa meira
Ótrúlegar fjárhæðir streyma í kosningasjóði Demókrata
PressanKosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum verður væntanlega sú dýrasta í sögunni. En það er líka kosið til þings og ýmissa embætta víða um landið og þar er háum fjárhæðum einnig eytt. Demókratar hafa sótt sér ótrúlegar upphæðir í kosningasjóði sína og er mikill munur á framlögum til þeirra og Repúblikana að þessu sinni. Kosningaframboð Joe Biden hefur fengið Lesa meira
Hún gæti orðið martröð Donald Trump en er heldur ekki samvinnuþýð við Demókrata
PressanAðeins einu sinni frá 1948 hefur meirihluti kjósenda í Arizona kosið frambjóðanda Demókrata til forsetaembættisins frekar en frambjóðanda Repúblikana. Það var 1996 þegar Bill Clinton sigraði í ríkinu. En Joe Biden og kosningateymi hans vonast nú til að geta leikið þetta eftir. Ef Biden sigrar í ríkinu fær hann 11 kjörmenn og nær þá að stela þeim fyrir framan nefið á Trump enda ríkið almennt talið öruggt Lesa meira
Eldfimt ástand í bandarískum stjórnmálum kyndir undir samsæriskenningar
PressanSamsæriskenningar finna sér oft frjóan jarðveg í Bandaríkjunum og jafnvel þær ótrúlegustu og frumlegustu virðast geta fundið sér áheyrendur sem vilja trú því versta. Þetta er sérstaklega áberandi í hinni pólitísku umræðu í landinu en landið er nánast klofið í herðar niður, svo breið er gjáin á milli andstæðra fylkinga. Nýjasta dæmið um samsæriskenningar, sem Lesa meira
Segja að Joe Biden ætli að sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi demókrata
PressanJoe Biden, sem var varaforseti á valdatíð Barack Obama, hyggst sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi demókrata í forsetakosningunum á næsta ári. Hann þarf þó að afla sér drjúgra upphæða í kosningasjóð til að geta keppt um hnossið. The Wall Street Journal skýrir frá þessu. Blaðið segir að Biden hafi sagt nokkrum stuðningsmönnum sínum að hann Lesa meira
Ein stærsta vonarstjarna demókrata sækist eftir að verða forsetaefni flokksins
PressanBeto O‘Rourke er ein stærsta vonarstjarna demókrata þessi misserin en hann þykir einstaklega vel máli farinn og heillandi persónuleiki í flesta staði. Hann sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings en féll út af þingi í síðustu kosningum en þá tókst hann á við Ted Cruz, sem barðist við Donald Trump um að verða forsetaframbjóðandi repúblikana, um sæti Lesa meira
Demókratar á krossgötum
PressanHin þaulreynda þingkona Nancy Pelosi er nýr leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Demókratar náðu góðum meirihluta í deildinni í kosningunum í haust og var Pelosi kjörin leiðtogi þeirra í byrjun árs þegar leið að því að þingið tæki til starfa. Hún er stundum nefnd skákmeistarinn þar sem hún þykir slóttugur stjórnmálamaður sem getur lesið vel Lesa meira