fbpx
Sunnudagur 29.janúar 2023

demókratar

Aðgerðahópar Demókrata mynda skjaldborg um Joe Biden

Aðgerðahópar Demókrata mynda skjaldborg um Joe Biden

Eyjan
03.12.2022

Samtök Demókrata, sem ráða yfir mörgum milljónum dollara, undirbúa sig nú undir væntanlega rannsókn Repúblikana á Joe Biden þegar þeir taka við völdum í fulltrúadeild þingsins í janúar. Þessi samtök eða hópar hafa á síðustu vikum undirbúið sig undir árásir Repúblikana á Biden en hafa farið mjög leynt með þessa vinnu sína. Repúblikanar hafa boðað rannsóknir á Biden og embættisfærslum hans þegar Lesa meira

Hvað gerðist á heimili Pelosi-hjónanna? Sviðsett árás og maður sem selur vændi?

Hvað gerðist á heimili Pelosi-hjónanna? Sviðsett árás og maður sem selur vændi?

Eyjan
31.10.2022

Á föstudaginn réðst maður inn á heimili Nancy og Paul Pelosi í San Francisco. Nancy var ekki heima en maðurinn veitti Paul alvarlega áverka og liggur hann á sjúkrahúsi þar sem hann gekkst undir aðgerð. Talið er að hann muni ná sér að fullu. Í upphafi var margt óljóst um tilefni árásarinnar en á laugardaginn skýrði lögreglan frá því að pólitískar ástæður lægju Lesa meira

Óttast að borgarastyrjöld brjótist út

Óttast að borgarastyrjöld brjótist út

Fréttir
05.09.2022

Rúmlega 40% Bandaríkjamanna telja hugsanlegt að borgarastyrjöld brjótist út í landinu á næstu tíu árum. Sérfræðingar segja þetta „ógnvekjandi“ og óttast pólitískt ofbeldi og óeirðir. Ekki er langt síðan að Lindsey Graham, öldungardeildarþingmaður úr röðum Repúblikana, sagði að ef Donald Trump, fyrrum forseti, verði ákærður í kjölfar húsleitar alríkislögreglunnar FBI á heimili hans í Mar-a-Lago verði óeirðir á götum úti. Þetta óttast margir Lesa meira

Hörð árás Biden á Trump og stuðningsfólk hans – Ógn við lýðræðið

Hörð árás Biden á Trump og stuðningsfólk hans – Ógn við lýðræðið

Eyjan
02.09.2022

Joe Biden ávarpaði bandarísku þjóðina í gærkvöldi og réðst harkalega að Donald Trump, fyrrum forseta, og stuðningsfólki hans. Inntakið í boðskap hans var að fólk verði að kjósa í kosningunum í nóvember til að tryggja og varðveita réttindi sín. Biden sagði að Trump og stuðningsfólk hans, Maga Repúblikanar, séu fulltrúar öfgahyggju sem ógni grundvelli lýðræðis í Bandaríkjunum: „Maga Repúblikanar virða ekki Lesa meira

Óttast að borgarastyrjöld sé yfirvofandi í Bandaríkjunum

Óttast að borgarastyrjöld sé yfirvofandi í Bandaríkjunum

Eyjan
09.01.2022

Nú er rétt rúmlega eitt ár síðan stuðningsmenn Donald Trump, þáverandi forseta, ruddust inn í bandaríska þinghúsið til að reyna að koma í veg fyrir að þingið myndi staðfesta kjör Joe Biden sem forseta. Hér var um hreina valdaránstilraun að ræða og upplýsingar sem hafa komið fram eftir þetta sýna að Trump og stuðningsmenn hans höfðu rætt ýmsar leiðir til að Lesa meira

Biden berst fyrir pólitísku lífi sínu – Nú reynir á tíunda lífið

Biden berst fyrir pólitísku lífi sínu – Nú reynir á tíunda lífið

Eyjan
07.10.2021

Næstu vikur munu væntanlega skera úr um pólitíska framtíð Joe Biden, Bandaríkjaforseta, að margra mati. Ef honum tekst að ekki að ná samstöðu innan þingflokks Demókrata um innviðapakkann svokallaða sé augljóst að Demókratar tapi illa í þingkosningunum 2022 og í framhaldi verði auðvelt fyrir Repúblikana að endurheimta völdin í Hvíta húsinu. Stundum er sagt að kettir séu Lesa meira

Reyna að draga úr völdum Bandaríkjaforseta – Hvatinn er forsetatíð Donald Trump

Reyna að draga úr völdum Bandaríkjaforseta – Hvatinn er forsetatíð Donald Trump

Pressan
25.09.2021

Þingmenn Demókrata á Bandaríkjaþingi reyna nú að takmarka völd forseta landsins. Það gera þeir í ljós reynslunnar af valdatíð Donald Trump. Þingmenn Demókrata í fulltrúadeildinni hafa lagt fram lagafrumvarp sem á að takmarka völd forsetans. Þeir segja þetta vera viðbrögð við því hvernig Trump hélt á málum á valdatíma sínum. Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, og Adam Schiff, þingmaður, Lesa meira

Fyrrum lögreglumaður getur orðið borgarstjóri í New York

Fyrrum lögreglumaður getur orðið borgarstjóri í New York

Pressan
09.07.2021

Eric Adams verður borgarstjóraefni Demókrata í borgarstjórnarkosningum í New York í nóvember. Þetta var tilkynnt á þriðjudaginn þegar niðurstöður úr forvali flokksins lágu fyrir, tveimur vikum eftir að kosið var. Adams, sem er fyrrverandi lögreglumaður, hlaut 50,5% atkvæða en mótframbjóðandi hans Kathryn Garcia 49,5%. Adams er talinn eiga góða möguleika á að sigra Curtis Sliwa, frambjóðanda Repúblikana. Ef Adams, sem er sextugur, sigrar Lesa meira

Símahneyksli Trumpstjórnarinnar vindur enn meira upp á sig – Fengu gögn um eiginn lögmann

Símahneyksli Trumpstjórnarinnar vindur enn meira upp á sig – Fengu gögn um eiginn lögmann

Pressan
14.06.2021

Eins og DV skýrði frá fyrr í dag þá fékk bandaríska dómsmálaráðuneytið gögn frá Apple og öðru ótilgreindu fyrirtæki um símanotkun að minnsta kosti tveggja þingmanna Demókrata frá 2017 til 2021. Þetta gerðist í stjórnartíð Donald Trump. Þetta þykir mikið hneyksli í Bandaríkjunum og hafa Demókratar líkt málinu við Watergatehneykslið sem varð Richard Nixon að Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af