fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Lág dánartíðni, lík á götum og dyr logsoðnar aftur – Lugu Kínverjar um COVID-19?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. apríl 2020 07:01

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig myndir þú bregðast við ef heilbrigðisstarfsmenn myndu banka upp á heima hjá þér og mæla líkamshita þinn? Hvað þá ef þú yrðir dreginn á brott með valdi ef hitinn mældist meiri en 39 gráður? Hvað ef það væri búið að logsjóða járnstykki fyrir útidyrnar þannig að þú kæmist ekki út? Þetta hljómar eiginlega eins og atriði úr kvikmynd en þetta er líka raunveruleikinn fyrir suma íbúa Wuhan í Kína þar sem COVID-19 kórónuveiran kom fyrst fram.

Allt þetta vekur auðvitað upp spurningar um hvort það sé í raun hægt að treysta þeim upplýsingum sem koma frá kommúnistastjórninni um þróun faraldursins.

Þegar faraldurinn hófst af alvöru í janúar og febrúar í Wuhan fóru myndbönd að birtast á samfélagsmiðlum sem sýndu líkpoka á götum úti í borginni og í kyrrstæðum sendibílum. Einnig var myndum, af fólki sem var fært á brott gegn vilja sínum, deilt á samfélagsmiðlum. En yfirvöld létu ekki þar við sitja því þau gripu til enn harðari aðgerða til að halda fólki frá því að vera á ferðinni. Hvað er þá auðveldara en að loka fólk inni? Fjölmörg myndbönd voru sett í dreifingu sem sýndu embættismenn vera að logsjóða útidyr fjölbýlishúsa til að koma í veg fyrir að fólk kæmist út og af því þegar fólk reyndi að opna útidyrnar sínar en gat það ekki því búið var að logsjóða járnstöng fyrir þær. Þessi myndbönd fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla í janúar og febrúar en síðan fór sífellt minna að heyrast frá Wuhan.

Yfirvöld skýrðu frá lækkandi dánartölum um leið og þær hækkuðu í Evrópu, sérstaklega á Ítalíu. Á skömmum tíma tók Ítalía fram úr Kína hvað varðaði slæmt ástand. Að minnsta kosti á pappírunum. Því miðað við að einræði ríkir nánast í Kína þá er nærtækt að spyrja sig hvort hægt sé að treysta þeim upplýsingum sem berast frá yfirvöldum. Er hætta á að þau reyni að fegra hlutina? Er virkilega hægt að treysta því að aðeins 2.500 hafi látist í Wuhan miðað við hversu langan tíma tók að ná tökum á faraldrinum þar?

Svona leit þetta út hjá einum íbúa Wuhan. Mynd:Twitter

Talan er sérstaklega lág ef litið er til þess hversu margir hafa látist á Ítalíu, á Spáni, á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum.

Samkvæmt úttekt hins óháða kínverska miðils Caixin þá hafa líkbrennslur í borginni tekið við að minnsta kosti 5.000 líkum til brennslu frá því að veiran braust út. Það eru tvöfalt fleiri en hin opinbera dánartala segir til um.

Hversu fjarri sannleikanum er sú dánartala sem kínversk yfirvöld gefa upp fyrir Wuhan? Þessu hafa ýmsir fjölmiðlar reynt að svara. Samkvæmt útreikningum Radio Free Asia þá létust 46.800 af völdum veirunnar í Wuhan. Þetta er byggt á því að allar 84 líkbrennslur borgarinnar hafa brennt lík allan sólarhringinn síðan faraldurinn braust út.

Önnur dánartala sem hefur mikið verið nefnd er 42.000. Í umfjöllun Washington Post segir að „neteinkaspæjarar“ hafi reiknað út frá myndum, sem hafa verið birtar á samfélagsmiðlum, að frá 23. mars til 5. apríl, hafi líkbrennslur borgarinnar brennt 3.500 lík á dag eða 42.000 í heildina. Það verður auðvitað að hafa í huga að fólk hefur látist af öðrum orsökum en COVID-19 í borginni en samt er ljóst miðað við þessar tölur, ef þær eru réttar, að kínversk yfirvöld hafa stórlega dregið úr fjölda látinna í opinberri upplýsingagjöf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“