fbpx
Föstudagur 17.september 2021

Wuhan

Segist hafa heyrt um kórónuveirufaraldurinn tveimur vikum áður en Kínverjar skýrðu heimsbyggðinni frá honum

Segist hafa heyrt um kórónuveirufaraldurinn tveimur vikum áður en Kínverjar skýrðu heimsbyggðinni frá honum

Pressan
Fyrir 1 viku

Ian Lipkin, einn af fremstu farsóttafræðingum heims, segist hafa heyrt um kórónuveirufaraldur í Wuhan í Kína rúmlega tveimur vikum áður en kínversk yfirvöld tilkynntu umheiminum um faraldurinn. Hann segist hafa heyrt um „nýjan faraldur“ þann 15. desember 2019 en Kínverjar tilkynntu Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO ekki um faraldurinn fyrr en 16 dögum síðar og þá eftir að yfirvöld á Taívan höfðu sent Lesa meira

Sérfræðingur hjá WHO segir að heimsfaraldurinn gæti hafa átt upptök sín á rannsóknarstofu í Wuhan

Sérfræðingur hjá WHO segir að heimsfaraldurinn gæti hafa átt upptök sín á rannsóknarstofu í Wuhan

Pressan
13.08.2021

Peter Embarek, sem fór fyrir sérfræðingahópi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO sem fór til Wuhan í Kína til að rannsaka upptök heimsfaraldurs kórónuveirunnar, telur hugsanlegt að faraldurinn hafi byrjað með að starfsmaður rannsóknarstofu þar í borg hafi verið bitinn af leðurblöku og hafi borið smitið með sér út af rannsóknarstofunni. Umrædd rannsóknarstofa hefur oft verið nefnd sem hugsanlegur upptakastaður faraldursins og eru bandarískar Lesa meira

Skimuðu 11 milljónir íbúa Wuhan á nokkrum dögum – 37 voru smitaðir af kórónuveirunni og með einkenni

Skimuðu 11 milljónir íbúa Wuhan á nokkrum dögum – 37 voru smitaðir af kórónuveirunni og með einkenni

Pressan
09.08.2021

Í kjölfar þess að fyrsta kórónuveirusmitið í rúmlega eitt ár fannst í Wuhan í Kína var gripið til umfangsmikilla aðgerða. Á nokkrum dögum fóru 11 milljónir borgarbúa i skimun. Hún hófst á þriðjudaginn eftir að sjö farandverkamenn greindust með veiruna. Í gær tilkynntu borgaryfirvöld að búið væri að taka sýni úr nær öllum 11 milljónum borgarbúa nema börnum yngri Lesa meira

Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa komist yfir gögn frá rannsóknarstofunni í Wuhan – Geta þau varpað ljósi á uppruna kórónuveirunnar?

Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa komist yfir gögn frá rannsóknarstofunni í Wuhan – Geta þau varpað ljósi á uppruna kórónuveirunnar?

Pressan
06.08.2021

Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa komist yfir óunnar upplýsingar um veirur sem voru rannsakaðar í rannsóknarstofu í Wuhan í Kína, þeirri sem sumir telja að kórónuveiran, sem herjar á heimsbyggðina, hafi sloppið út frá. Þessi gögn geta að sögn verið sannkölluð gullnáma hvað varðar leitina að uppruna veirunnar. CNN skýrir frá þessu og segir að ofurtölvur séu nú að vinna Lesa meira

Vaxandi stuðningur við „rannsóknarstofukenninguna“ um uppruna kórónuveirunnar

Vaxandi stuðningur við „rannsóknarstofukenninguna“ um uppruna kórónuveirunnar

Pressan
21.07.2021

Bandarískar leyniþjónustustofnanir vinna nú að rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 og telja nú jafn líklegt að hún hafi átt uppruna sinn í rannsóknarstofu í Wuhan í Kína og að hún hafi orðið til í náttúrunni. Í lok maí gaf Joe Biden, forseti, leyniþjónustustofnunum 90 daga frest til að rannsaka uppruna veirunnar og skila niðurstöðu. Þegar rannsóknin hófst var Lesa meira

Orðrómurinn færist sífellt í aukana – Eitt stærsta mál sinnar tegundar á öldinni ef rétt reynist – Tengist það orðrómnum um uppruna kórónuveirunnar?

Orðrómurinn færist sífellt í aukana – Eitt stærsta mál sinnar tegundar á öldinni ef rétt reynist – Tengist það orðrómnum um uppruna kórónuveirunnar?

Pressan
25.06.2021

Vikum saman hefur orðrómur verið á kreiki í sumum alþjóðlegum fjölmiðlum, meðal andstæðinga kínverskra stjórnvalda utan Kína, meðal bloggara og á ýmsum vefsíðum. Ef þessi orðrómur reynist á rökum reistur er þetta eitt stærsta mál sinnar tegundar á þessari öld. Málið snýst um hinn 57 ára Dong Jingwei sem var meðal valdamestu manna í kínversku leyniþjónustunni. Hann er Lesa meira

Nú beinast spjótin að henni – Veit „Leðurblökukonan“ eitthvað um uppruna kórónuveirunnar?

Nú beinast spjótin að henni – Veit „Leðurblökukonan“ eitthvað um uppruna kórónuveirunnar?

Pressan
21.06.2021

Kenningin um að kórónuveiran, sem veldur COVID-19, eigi rætur að rekja til rannsóknarstofu í Wuhan í Kína hefur fengið byr í seglin á undanförnum vikum. Það hefur orðið til þess að Shi Zhengli, sem starfar á umræddri rannsóknarstofu við rannsóknir á leðurblökum og sjúkdómum tengdum þeim, er lent í kastljósinu. Því hefur verið velt upp á Vesturlöndum hvort Shi Zhengli viti sannleikann um uppruna COVID-19 en Lesa meira

Sérfræðingar segja að kórónuveiran hafi verið búin til á rannsóknarstofu

Sérfræðingar segja að kórónuveiran hafi verið búin til á rannsóknarstofu

Pressan
08.06.2021

Kórónuveiran, sem veldur COVID-19, var að öllum líkindum búin til af ásettu ráði í rannsóknarstofu. Þetta segja tveir bandarískir sérfræðingar og vísa þar í erfðafræðilega uppbyggingu veirunnar. Vísindamennirnir tveir, þeir Stephen Quay og Richard Muller, segja í grein í The Wall Street Journal að líklega hafi veiran ekki verið búin til fyrir slysni, um meðvitaðan verknað hafi verið að ræða. Þeir segja að kortlagning Lesa meira

Hvaða hlutverki gegndi hann í Wuhan? Var í rannsóknarhópi WHO en starfaði einnig á rannsóknarstofunni

Hvaða hlutverki gegndi hann í Wuhan? Var í rannsóknarhópi WHO en starfaði einnig á rannsóknarstofunni

Pressan
28.05.2021

Breski dýrafræðingurinn og formaður samtakanna EcoHealth Alliance, Peter Daszak, var í rannsóknarhópi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO sem hélt til Wuhan í Kína í byrjun árs til að reyna að grafast fyrir um uppruna kórónuveirunnar sem herjar nú á heimsbyggðina. Á þriðjudaginn kom fram að hann virðist hafa verið beggja megin borðsins ef svo má segja því hann var í rannsóknarhópnum og hafði áður starfað Lesa meira

Hvað gerðist í Wuhan? Ný skýrsla vekur upp grunsemdir varðandi uppruna kórónuveirunnar

Hvað gerðist í Wuhan? Ný skýrsla vekur upp grunsemdir varðandi uppruna kórónuveirunnar

Pressan
26.05.2021

Í nóvember 2019 leituðu þrír starfsmenn rannsóknarstofu í Wuhan í Kína á sjúkrahús og voru þeir með einkenni COVID-19. Á rannsóknarstofunni er unnið við rannsóknir á ýmsum veirum og hefur hún verið nefnd til sögunnar sem upprunastaður kórónuveirunnar sem herjar nú á heimsbyggðina. Í skýrslu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu, dagsettri 15. janúar, kemur fram að þrír starfsmenn rannsóknarstofunnar hafi Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af