fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Fjögur morð í Danmörku og Svíþjóð á nokkrum klukkustundum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. september 2020 05:40

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögur morð voru framin í Danmörku og Svíþjóð á nokkrum klukkustundum í gærkvöldi og er því óhætt að segja að kvöldið hafi verið blóðugt.

Í Danmörku var ungur maður stunginn til bana í Gundsømagle seint í gærkvöldi. Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við Ekstra Bladet að þetta hafi gerst á götu úti. Vitni voru að morðinu en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Í Svíþjóð var maður skotinn til bana nærri skóla í Nyköping á tólfta tímanum í gærkvöldi. Tilkynnt var um skothvelli við skólann um klukkan 23.30. Lögreglan fann særðan mann á vettvangi og var hann strax fluttur á sjúkrahús en hann lést af völdum áverka sinna í nótt. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en lögreglan leitar að nokkrum grunuðum vegna rannsóknar málsins.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi fannst 55 ára karlmaður látinn í fjölbýlishúsi í Märsta. Einn hefur verið handtekinn, grunaður um morðið, og kona var handtekin, grunuð um aðild að morðinu. Talið er að deilur á milli viðkomandi hafi endað með að maðurinn var myrtur.

Í Nyfors í Eskilstuna var maður skotinn til bana á áttunda tímanum í gærkvöldi. Aftonbladet segist hafa heimildir fyrir að skotið hafi verið á hann úr bíl en lögreglan hefur ekki viljað staðfesta það. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést skömmu síðar. Mörg vitni voru á vettvangi en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli