fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Ótrúi presturinn hélt að hann væri sloppinn – Aftengdi klámsíuna áður en hann hringdi í neyðarlínuna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. mars 2019 13:45

Anna og Philip.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október 2011 fannst Anna Karissa Grandine, 29 ára, látin. Hún var gengin 20 vikur með barn sitt þegar hún fannst drukknuð í baðkarinu heima hjá sér í Scarborough í Toronto í Kanada. Eiginmaður hennar, Philip Grandine 32 ára fyrrum prestur, sagðist hafa komið að henni látinni í baðkarinu þegar hann kom heim úr hlaupatúr.

Philip hafði um langa hríð haldið framhjá eiginkonu sinni með konu úr söfnuði hans en sú var einnig vinkona Önnu. Í kjölfar þess að orðrómur um framhjáhald Philip komst á kreik lét hann af prestembættinu.

Lögregluna grunaði strax að ekki væri allt með felldu varðandi dauða Önnu og grunurinn beindist að eiginmanni hennar. Þegar lögreglumenn skoðuðu hvað Philip hafði verið að gera á internetinu kom í ljós að hann hafði leitað sér upplýsinga um krufningar, eitranir og „hvort 100 mg af Ativan væru banvæn“. Toronto Sun skýrir frá þessu. Við krufningu á Önnu fannst Lorazepam í blóði hennar en það er róandi lyf sem hún hafði ekki fengið ávísað.

Philip var handtekinn en neitaði sök. Lögmenn hans héldu því fram að dauði Önnu hefði verið „hörmulegur atburður“ en gátu ekki skýrt hann nánar.

Hjónin á brúðakaupsdaginn.

Það styrkti einnig grunsemdirnar í garð Philip að leitarsaga hana á internetinu og netnotkun hans var ansi óvenjuleg.

Anna hafði sett klámsíu á tölvu þeirra hjóna til að koma í veg fyrir að Philip væri að heimsækja klámsíður. Þessi sía var aftengd 40 mínútum áður en Philip hringdi í neyðarlínuna og tilkynnti um lát Önnu. Það var Philip sem aftengdi síuna en hann fékk nýtt lykilorð að henni sent í tölvupósti, í netfang Önnu.

Í síðustu viku var mál hans tekið fyrir dóm á nýjan leik en hann var dæmdur í 15 ára fangelsi árið 2014 fyrir að hafa orðið Önnu að bana. Hæstiréttur ógilti þann dóm þar sem dómari gerði mistök við málsmeðferðina og því þurfti að rétta á nýjan leik. Refsing Philip verður ákveðin í apríl en þangað til gengur hann laus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?