fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Fjöldi óupplýstra morðmála í Danmörku kallar á ný viðbrögð lögreglunnar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 3. mars 2019 13:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum tíu árum hefur dönsku lögreglunni ekki tekist að leysa 88 morðmál. Þetta kallar nú á ný viðbrögð lögreglunnar og hefur ríkislögreglustjórinn í hyggju að setja nýja miðlæga stoðdeild á laggirnar sem verði lögreglu um allt land til aðstoðar við rannsókn flókinna morðmála en muni aðallega annast þjálfun, menntun og annað er getur gagnast rannsóknarlögreglumönnum víða um land.

Í Danmörku er það lögreglan í hverju umdæmi sem fer með rannsókn morðmála eins og annarra mála. Umdæmin eru misjafnlega í stakk búin til að takast á við þessar rannsóknir enda misjafnt hversu mörg morð eru framin í hverju umdæmi árlega. Víða skortir því á reynslu og þjálfun lögreglumanna í rannsóknum flókinna morðmála.

Flest morðmálin eru ekki svo flókin, þar koma vímuefni, fjölskyldubönd og deilur kunnugra oft við sögu. Erfiðust málin eru hins vegar þau þar sem engin tengsl eru á milli morðingjans og hins látna. Það eru einnig málin sem fá mesta athygli almennings.

Í tveimur óleystum morðmálum, sem hafa vakið mikla athygli almennings, hefur ríkislögreglustjórinn sett sérstaka rýnihópa á laggirnar til að fara yfir öll gögn málanna til að kanna hvort lögreglunni hafi yfirsést eitthvað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu