fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Hjón á áttræðisaldri tekin með níu kíló af kókaíni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. desember 2018 07:35

Susan og Roger Clarke. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku voru bresku hjónin Susan og Roger Clark handtekin í Portúgal eftir að níu kíló af kókaíni fundust í farangri þeirra. Susan er sjötug og Roger 72 ára. Þau höfðu verið í siglingu um Karabískahafið á skemmtiferðaskipi. Þegar skipið kom til Lissabon fannst kókaínið og þau voru handtekin. Verðmæti efnanna hleypur á sem nemur mörg hundruð milljónum íslenskra króna.

Breskir fjölmiðlar segja að kókaínið hafi verið í fjórum töskum í káetu hjónanna. Hjónin sigldu af stað frá Tilbury á Englandi í byrjun nóvember og var förinni heitið til Karabískahafsins og Asoreyja. Um borð voru 610 ferðamenn og 294 manna áhöfn. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hjónin fóru í siglingu sem þessa. Þau búa ekki í Englandi en í öðru Evrópulandi en ekki hefur verið upplýst hvaða land það er.

The Telegraph hefur eftir talsmanni portúgölsku lögreglunnar að hún hafi vitað að hverju hún var að leita þegar hún fór um borð í skipið. Talið sé að hjónin hafi tekið við efnunum á eyju í Karabískahafinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump