fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Matur

Stærstu matarskandalar Íslands: „HÆTTU AÐ VERA MEÐ TUSSUFÝLUSTÆLA“ – „Ég get ekki lesið hugsanir þínar“

DV Matur
Miðvikudaginn 5. febrúar 2020 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gengur ýmislegt á í matarheiminum. Matgæðingar varpa reglulega inn sprengjum í Facebook-hópinn Matartips og oft leita fréttir á síðum fjölmiðla þar sem óánægðir viðskiptavinir hafa lent í kröppum dansi eftir samskipti sín við eigendur veitingahúsa.

Við ákváðum að rifja upp nokkra af helstu „matarskandölum“ síðustu ára sem vöktu mikla athygli á sínum tíma.

Burger-Inn-málið

Burger-Inn-málið svokallaða vakti gríðarlega athygli þegar það komst upp fyrir rúmlega tveimur árum síðan. Jakub Clark nokkur heimsótti veitingastaðinn Burger-Inn í Hafnarfirði, var ósáttur með staðinn og gaf honum í kjölfarið slæma einkunn á Facebook, eins og tíðkast. Þá fauk í Brynjar Arnarson, vaktstjóra staðarins, sem jós svívirðingum yfir fyrrnefndan Jakub í skilaboðum á Facebook um miðja nótt.

„HÆTTU AÐ VERA MEÐ TUSSUFÝLUSTÆLA Á FACEBOOK KOMDU FREKAR OG SEGÐU EITTHVAÐ VIÐ OKKUR !!!! Það gerir menn réttdræpa að kvarta á netinu OG að vera tussa eins og þú og skrifa á netið …. HENGDU ÞIG ! VIÐ ERUM BESTI VEITINGASTAÐUR Á ÍSLANDI UM AÐ GERA AÐ VERA HÓGVÆR OG ER ÉG ÞAKKLÁTUR FYRIR alla sem elska BURGERINN… HENGDU ÞIG,“ skrifaði hann til Jakubs. Síðar baðst Brynjar Jakub persónulega afsökunar.

„ELSKU JAKUB CLARK VIÐ HÉR Á BURGERINN IÐRUMST GÍFURLEGA ÞESSI HRÆÐILEGU SKILABOÐ SEM ÉG UNDIRRITAÐUR LÉT DYNJA Á ÞÉR. ÉG GERÐI STÓR MISTÓK OG ÞETTA VAR MJÖG RANGT HJÁ MÉR. ÞÚ HEFUR RÉTT FYRIR ÞÉR ELSKU JAKUB. FYRIRGEFÐU INNILEGA,“ skrifaði hann og hélt áfram.

„FYRIRGEFÐU JAKUB ÞETTA VAR MJÖG LJÓT HJÁ MÉR OG ER ÉG SEKUR UM AÐ HAFA SENT ÞÉR ÞESSI SKILABOÐ. ÞÚ ÁTT ALLT GOTT SKILIÐ ELSKU JAKUB OG ERT FRÁBÆR MANNESKJA Í ALLA STAÐI SEM LÆTUR EKKI SVONA SKÍTKAST VIÐGANGAST. ÞÚ GERÐIR ALLT RÉTT EN EKKI ÉG.“

Jakub vildi einnig að Brynjar bæðist afsökunar á vegum veitingastaðarins, fyrir almenning að sjá. Margir greindu kaldhæðni í þessum tveimur afsökunarbeiðnum, sem voru skrifaðar í hástöfum.

„ÉG ER EINNIG BÚINN AÐ SENDA HONUM PERSÓNULEG SKILABOÐ. ÉG STEFNI LÍKA Á AÐ BIÐJA FYRIR JAKUB Í KVÖLD. FYRIRGEFÐU ELSKU KALL! FYRIRGEFÐU Í HUNDRAÐSTA VELDI ! ÉG ER MJÖG ÞAKKLÁTUR FYRIR SKILNINGIN. ÉG ELSKA YKKUR ÖLL AÐ HAFA BRUGÐIST SVONA VIÐ. ÞIÐ SEM HAFIÐ COMMENTAÐ ERUÐ HETJUR OG HAFIÐ KENNT MÉR GÓÐA LEXÍU. TAKK FYRIR OG MUNIÐ AÐ NJÓTA VEL Í LEIK OG STARFI,“ skrifaði Brynjar á vegum Burger-Inn.

Nokkrum dögum síðar sagði Brynjar að fólk léki sér að því að gefa Burger-Inn eina stjörnu á Facebook án þess að vita hans hlið.

Buff eða hamborgari?

Egill tók mynd af matnum fræga.

Burger-Inn rataði aftur í fjölmiðla ári seinna þegar maður að nafni Egill Þorfinsson sagði farir sínar ekki sléttar af staðnum.

Fyrr á þessu ári rataði Burger-Inn aftur í fjölmiðla þegar að maður að nafni Egill Þorfinnsson sagði farir sínar ekki sléttar af staðnum.

„Ég fór á Burger-inn í og pantaði mér þar pítu með nautakjötsbuffi. Ég tók skýrt fram að ég vildi pítu en ekki hamborgara. Svo þegar maturinn kemur á borðið kemur í ljós að þetta er hamborgari en ekki píta. Viðbrögðin við kvörtun minni voru með ólíkindum, menn voru alveg trylltir, börðu í borðið og hótuðu með lögreglu,“ sagði hann í frétt DV um málið. „Ég spurði mennina: Er þetta buff eða hamborgari? Þá var kokkurinn kominn fram og æpti: Þetta er buff!“

Bætti hann við að honum hafi verið hótað í kjölfar kvörtunarinnar.

„Ef þú kemur þér ekki í burtu læt ég lögregluna fjarlægja þig,“ sagði vaktstjórinn að sögn Egils.

Fyrrnefndur Brynjar þurfti því aftur að svara fyrir viðskiptahætti á Burger-Inn og það stóð ekki á svörunum. Sagði hann Egil hafa verið blindfullan.

„Kannski er þetta maðurinn sem pantaði pítu með buffi en fékk hamborgarakjöt sem er sami hluturinn. Hann hefur oft pantað þetta og kvartar alltaf og svo pantar hann sama hlutinn aftur til þess að kvarta. Hann var mjög ölvaður, veit ekki hvort hann sé marktækur. Hann labbaði yfir á Ölstofu Hafnarfjarðar og sat þar við drykkju.“

Glassúrshneykslið sem skipti fólki í fylkingar

Maður að nafni Ástþór Knudsen birti mynd í Facebook-hópnum Matartips sem vakti gríðarlega athygli. Myndin er af snúðum í Nettó í Mjódd en það sem var svo athyglisvert við þá var hvernig þeir voru skreyttir.

Meðlimir Matartips skiptust í fylkingar og vildi annar hópurinn túlka sem að um sparnað væri að ræða á meðan aðrir tóku þessari breytingu fagnandi. DV ræddi við aðstoðarverslunarstjóra Nettó um málið á sínum tíma. Það kom í ljós að nýr starfsmaður í bakaríinu hafi komið með þessa nýjung.

Matgæðingar slátruðu veitingastað í Kringlunni

Sjaldan hafa umsagnir um veitingastaði verið jafneinróma neikvæðar og um gróinn veitingastað í Kringlunni. Félagar í Facebook-hópnum Matartips gjörsamlega hökkuðu í sig veitingastaðinn Cafe Bleu á Stjörnutorgi í Kringlunni í febrúar 2019.

Færslan byrjaði afar sakleysislega en málshefjandi spurði: „Hvað hefur fólk að segja um Cafe Bleu í Kringlunni.“ Þegar DV skrifaði frétt um málið voru nánast öll ummælin við færsluna neikvæð, um sextíu talsins.

Vegaborgarinn varð vegan borgari

Hver man ekki eftir því þegar Bryndís Steinunn, biblíukennari og förðunarfræðingur, varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum þegar hún keypti sér Vegaborgara á Olís. Hún hélt nefnilega að um væri að ræða vegan hamborgara, en Bryndís ætlaði að taka virkan þátt í Veganúar 2018.

„Ég var búin að lofa unglingnum borgara í kvöld og þegar ég fór að versla hann sá ég að Olís er kominn með vegan borgara. Keypti svoleiðis og verð að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigðum, vel útilátið og bragðgott,“ skrifaði hún á grúppuna Vegan Ísland. Þegar að meðlimir grúppunnar sögðu henni að ekki væri um vegan borgara ræða, heldur hamborgara sem héti Vegaborgari, létu vonbrigðin ekki á sér standa.

Í viðtölum við fjölmiðla í framhaldinu sagði Bryndís að sér þætti þetta nafn, Vegaborgari, mjög villandi. Bætti hún við að hún hefði haldið að Olís hefði verið að taka virkan þátt í Veganúar með því að bjóða upp á vegan borgara.

Málið endaði þó vel því forsvarsmenn Olís tóku ákvörðun í beinu framhaldi að breyta Vegaborgaranum umdeilda í vegan borgara.

Úlfúð vegna matargagnrýni Með okkar augum

Í september síðastliðnum skrifaði Margrét nokkur færslu innan Facebook-hópsins Fjölmiðlanördar. Færslan vakti harða gagnrýni og umræðu en Margrét taldi að RÚV væri að „hampa dónalegri framkomu“ Katrínar Guðrúnar Tryggvadóttur, sem hefur gert garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Með okkar augum. Katrín Guðrún var gestur Gísla marteins í Vikunni nokkrum dögum áður og tók Gísl iMarteinn saman öll þau skipti sem Katrín var óánægð með matinn sinn í matargagnrýni.

„Er ég ein um að finnast það ósmekklegt að hampa dónalegri framkomu Katrínar í með „Okkar Augum“ fer á veitingastaði og sýnir af sér dónalega framkomu bæði gagnvart þeim sem vanda sig í að útbúa fallega framreiddan mat og ábyggilega góðan.Hvað með matarsóun sem RÚV er alltaf að tala um, er ekkert sem liggur þar að baki. Og í gær gerði Gísli Marteinn þessu sérlega hátt undir höfði í þættinum og kallaði Katrínu snilling. Eru þetta skilaboð til krakka að svona framkoma sé bara allt í lagi. Eina sem henni finnst gott eru franskar og gos já og kannski ís,“ skrifaði Margrét.

Það ætti að koma fáum á óvart að þetta viðhorf reyndist umdeilt innan hópsins. „Katrín er ekki krakki. Hún er fullorðin og má þar af leiðandi borða það sem hún vill. Það ætti ekki að vefjast fyrir foreldrum að útskýra það,“ skrifar Inga nokkur. Maggý nokkur skrifar svo: „Ertu að gagnrýna hvernig fatlaða konan í Með okkar Augum gagnrýnir mat? Í alvöru?“

Sakaði bankastarfsmenn um fíkniefnaneyslu

Íslenskur þjónn lét veitingagesti heyra það í Matartips í júní 2019. Þjóninn kom fram undir nafninu Stefán Gunnarsson, sem var líklega ekki hans raunverulega nafn.

Stefán sagðist hafa unnið í veitingarbransanum í tólf ár sem lærður þjónn og þrjú ár sem nemi.

„Nú finnst mér tímabært að smella inn einum pósti hér inn varðandi hvernig það er að vinna á veitingastað. Þetta eru reynslusögur, meðal annars frá mér og fullt af öðru fólki sem er að vinna í bransanum. Ég er hér til að gefa ykkur ráð um hvernig á að haga sér inni á veitingastað og hvað þjónninn þinn hugsar og hvernig er brugðist við. Þetta er mín skoðun og margra þjóna en ég vil benda á að þetta er alfarið hugsunarháttur hjá mörgum en ekki öllum,“

skrifaði Stefán og útlistaði nokkur ráð til veitingastaðagesta.

„Ef þið bókið borð á veitingastað og ætlist til að fá „flott borð“ þá er alltaf betra að mæta fyrr, því í svona 90 prósent tilfella er okkur drull hvenær þið bókið borð, við metum það oft út frá því klukkan hvað borðið mætir frekar en það var bókað. Þannig mætið með 10-15 mínútna fyrirvara til að fá betra borð.“

Færslan vakti vægast sagt hörð viðbrögð. Það má lesa hana í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa