fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Matgæðingar slátra veitingastað í Kringlunni: „Það vantar ælukall í lækið hér á FB“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 14:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestir vita eru veitingastaðir umdeildir, misjafn smekkur veldur misjöfnum umsögnum, og svo eiga staðir misgóða daga og tímabil. En sjaldan hafa umsagnir verið jafneinróma neikvæðar og lesa má nú um gróinn veitingastað í Kringlunni, en félagar í Facebook-hópnum Matartips gjörsamlega hakka staðinn í sig í löngum hala af neikvæðum umsögnum. Um er að ræða veitingastaðinn Cafe Bleu á Stjörnutorgi í Kringlunni. Sumir netverjar segja staðinn hafa átt blómaskeið sitt í kringum 2007 en það sé löngu liðið.

Málshefjandi setur fram þessa sakleysislegu spurningu: „Hvað hefur fólk að segja um Cafe Bleu í Kringlunni.“ Það stendur ekki á svörunum og þau eru nánast öll neikvæð, um sextíu talsins.

„Gamall vinur fór með eldra fólk frá Mexíkó þangað. Fólkið var aðallega ánægt með að vera á lífi eftir þá heimsókn,“

segir einn.

Köld súpa með slepjulegum dósasveppum

Kona ein kemur með þessa lýsingu á nýlegri heimsókn á staðinn:

„Við hjónin fórum þarna í síðustu viku og fengum okkur sveppasúpu.Súpan var köld með slepjulegum dósasveppum og brauðið svo þunnt skorið að minnti á nælonsokk. Báðum ekki um að hún yrði hituð upp því þeir hefðu einfaldlega skellt henni í örbylgjuofn. Ákváðum að fara aldrei þangað aftur.“

Einn lýsir því hvernig hópur sem hann fór með á stainn beið í 45 mínútur eftir matnum og þegar kallað var eftir honum kom í ljós að pöntunin hafði týnst.

Ein kona fékk vonda pizzu og kemur með ófagra lýsingu á vinnubrögðum í eldhúsinu:

„Fékk vonda pizzu og algjört okurverð. Ein sem ég þekki sagðist hafa séð inn í eldhús þar sem var verið að sturta úr frosnum Findus pastapoka (fylltu) í pott. Þarna er afar fátt gert í höndunum og mætti skipta um djúpsteikingarolíu oftar. Er allavega ekki á leiðinni þarna aftur.“

Önnur kona segist hafa farið nokkrum sinnum á staðinn og aldrei fengið góðan mat.

Matur kryddaður með kuski?

Hér koma fleiri skrautlegar lýsingar:

„Því miður hefur honum farið mjög aftur í öllu, maturinn ekki góður og allt of löng bið eftir veitingum, staðurinn skítugur, þjónustan hræðileg og verðið hjá þeim allt of hátt miðað við gæðin. Ég hef stundað þennan stað mjög reglulega frá opnun en núna er hann í straffi hjá mér.“

„Fer aldrei þangað aftur! Foru fyrir nokkrum mánuðum síðan og maturinn sem var pantaður var virkilega ekki þess virði. Svo er staðurinn bara mjög skitugur og ef maður horfir upp í loftið myndi það ekki koma ovart ef maturinn sem er elðaður myndi fá smá auka krydd af kuski sem er á leiðinni að detta niður.“

„Fórum um daginn og fengum okkur brunch, pönnukökurnar voru grjótharðar og þjónustan léleg. Hef farið þangað nokkrum sinnum og mér finnst þjónustan aldrei bæta sig.“

Svona heldur þetta áfram með fjölmörgum skrautlegum lýsingum og ljóst er að annað hvort þarf Cafe Bleu að herða sig eða staðurinn er að verða fyrir ómaklegum árásum. Það virðast að minnsta kosti margir vera mjög óánægðir með staðinn.

Einn netverji biður um ælukall:

„Það vantar ælukall í lækið hér á FB. Dýrt og lélegt hráefni, metnaðurinn enginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa