fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fókus

Sunneva Einars í umdeildri flík

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 6. maí 2024 11:38

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Sunneva Einarsdóttir er ófeimin við að prófa ný trend, eða jafnvel gömul trend þar sem tískan fer alltaf í hringi.

Undanfarið hafa svokallaðar capri buxur látið bera meira á sér á samfélagsmiðlum og virðast þær vera að koma aftur í tísku, þúsaldarkynslóðinni til ama.

Decorative seams capri pants - Woman | Mango Iceland
Mango er til dæmis að selja capri buxur.

Capri buxur voru fyrst vinsælar á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar en komu svo aftur í tísku upp úr aldamótum, eins og svo margar konur á fertugs- og fimmtugsaldri muna vel eftir.

Sunneva Einars ákvað að hoppa á vagninn. „Trúi því ekki að capri buxur séu komnar aftur í tísku, elskum við eða hötum?“ skrifaði hún með myndbandi á Instagram.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

Vinkonur og fylgjendur Sunnevu virtust flest vera á sama máli, þau sögðust elska flíkina.

Það er óhætt að segja að þessar kálfasíðu buxur hafa verið talsvert á milli tannanna á fólki undanfarna mánuði, sumir vilja aldrei sjá þær aftur á meðan aðrir taka hringrás tískunnar fagnandi.

Hvað segja lesendur? Erum við tilbúin í þetta trend aftur?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“