fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Matur

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

DV Matur
Fimmtudaginn 4. apríl 2024 20:00

Grænmeti er allra meina bót. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræða um sykursýkislyfin Ozempic og Wegovy hefur verið hávær í hinum vestræna heimi enda hefur sú aukaverkun lyfjanna, að stuðla að þyngdartapi sjúklinga, gert það verkum að þau njóta gríðarlegra vinsælda. Ástæðan er sú að lyfin losa sedduhormón, GLP-1, í líkamanum og þar með er ólíklegra að fólk sé að gúffa í sig mat.

En eðlilega hugnast mörgum ekki að sprauta í sig lyfjum til að léttast og því hafa sprottið upp ýmsar aðrar lausnir. Ein af þeim er „Oat-Zempic“-æðið sem blossaði upp á Tiktok en það snýst um að úða í sig tvöföldum ráðlögðum dagskammti af höfrum, sem líkt og lyfin, framkalla langa seddutilfinningu sem og vatni, sítrónusafa og í sumum tilvikum smá kanil.

Rétt er að geta þess að læknar og sérfræðingar hafa varað við þessu æði enda ekki hollt að borða svo einhæft fæði. Þá sé það fjarstæðukennt að át á höfrum hafi svipuð áhrif og megrunarlyfin umdeildu.

Daily Mail tók saman nokkrar matartegundir sem sagðar eru hafa sömu virkni og megrunarlyfin vinsælu, það er að segja láta líkamann framleiða áðurnefnt GLP-1 hormón.

Belgjurtir eins og linsu- og kjúklingabaunir

Belgjurtir innihalda mikið af leysanlegum trefjum  sem gerir það að verkum að við erum lengi að melta þær og upplifum okkur því södd í lengri tíma en ella. Þá innihalda þær hlutfallslega lítið af kaloríum.

Leysanlegar trefjar örva framleiðslu GLP-1 hormónsins þó að það sé ekki nærri því í sama magni og megrunarlyfin.

One study from 2010 investigated legume’s potential as a food for weight loss, and found that it helped participants’ manage their weight.

Súpur með baunum og grænmeti

Súpur framkalla almennt lengri seddutilfinningu en fast fæði þó sama næring sé í báðum valkostum. Ástæðan gæti verið sú að líkaminn bregst við hungri og þorsta með svipuðum hætti. Þannig hafa margir upplifað svengd þegar þá skortir í raun vökva.

Það eru þó ekki allar súpur skapaðar jafnt. Léttar súpur sem innihalda baunir og ýmiskonar grænmeti, til að mynda Minestrone-súpur, stuðla frekar að seddu en aðrar þyngri súpur, til að mynda franskar lauksúpur.

Borðaðu epli sem millimál

Eplin leyna á sér.

Epli eru trefjarík, innihalda mikið vatn og hlutfallslegar fáar kaloríur. Þau eru því afar góður valkostur ef fólki langar í eitthvað sætt. Útaf trefjunum eru epli betri valkostur en aðrir sætir ávextir eins og til að mynda melónur.

 Blómkál og brokkólí

Blómkál eru úrvalsfæða

Ýmiskonar grænmeti er afar seðjandi en inniheldur mörg næringaefni en fáar hitaeiningar. Tegundir eins og blómkál, brokkólí, gulrætur og ýmiskonar þistlar eru frábærir valkostir.

Þá er athyglisvert að áferð matarins getur skipt máli varðandi það hversu saddan fólk upplifir sig. Ef fólk er hrifið af brakandi stökkum mat þá getur stökkt grænmeti gert það að verkum að viðkomandi upplifir sig meira saddan eftir máltíð.

Kotasæla

Fituskert kotasæla og jógúrt getur stuðlað að því að fólk upplifir djúpstæða seddutilfinningu enda mjög prótínríkar fæðutegundir.

Egg í morgunmat

Egg eru holl

Egg eru ofurfæði og ein tiltekin rannsókn sýndi fram á það að fólk sem borðaði egg í morgunmat borðaði færri hitaeiningar í næstu máltíð en fólk sem borðaði morgunkorn eða ávaxtasafa í morgunmat.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu
Matur
25.10.2023

Spaghetti með hvítlauk chilí og valhnetupestói

Spaghetti með hvítlauk chilí og valhnetupestói
Matur
24.10.2023

Hunangs-BBQ kjúklingur með grilluðu grænmeti og geggjuðum sósum

Hunangs-BBQ kjúklingur með grilluðu grænmeti og geggjuðum sósum
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa
Matur
18.10.2023

Taco kjúklingasalat

Taco kjúklingasalat