fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Matur

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 21. desember 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað þótti veislumatur á landnámsöld? Hvað fengu veislugestir í brúðkaupi á Hlíðarenda að borða? 

Þetta eru spurningar sem velt er upp í bók Kristbjörns Helga Björnssonar sagnfræðings í bókinni Veislumatur landnámsaldar sem Drápa gaf nýlega út. Bókin kemur einnig út á ensku undir titlinum Feast Of The Vikings. 

Íslendingasögurnar eru ekki margorðar um þær matarhefðir sem voru við lýði á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Kristbjörn hefur rannsakað matartilvísanir í Íslendingasögunum og borið þær saman við þá þekkingu á matarvenjum landnámsaldar sem fornleifafræðin hefur bætt við.

Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari leitaði einnig fanga víða og setur hér fram spennandi, freistandi og trúverðugar uppskriftir að veislumat landnámsfólksins. Karl Petersson, einn allra fremsti matarljósmyndari landsins, fangar svo útkomuna með linsuna að vopni.

Veislumatur landnámsaldar er gífurlega forvitnileg, falleg og eiguleg bók. Og erlenda útgáfan hentar vel sem gjöf fyrir erlenda vini, ættingja og/eða samstarfsfélaga.

Hefur þú smakkað heilgrillaðan geirfugl? Eða lambabuxur? Hljómar rostungssúpa ekki girnilega?

DV fékk góðfúslegt leyfi til að deila uppskriftum og fróðleik úr bókinni.

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  

800 g nauta eða hrossalund

Salt og nýmalaður pipar

1 msk blóðberg

1 msk bláberjalauf, smátt söxuð

1 msk birkilauf, smátt söxuð

Kryddið kjötið með salti og pipar og setjið beint á heit, grá kol og grillið í 5-7 mín eða þar til kjötið er orðið fallega brennt á öllum hliðum.

Takið svo kjötið af kolunum og leggið við hliðina á þeim, í u.þ.b. 10 sm fjarlægð.

Grillið í 15 mín og snúið kjötinu reglulega. Þegar kjötið er tilbúið er það kryddað með laufunum. Berið fram með brenndum lauk og lauksmjöri.

Lauksmjör:

150 g smjör

2 villihvítlaukar, smátt saxaðir

2 laukar, skornir í sneiðar

1 msk blóðberg

Salt og nýmalaður pipar

Allt sett í pott og soðið rólega í 5 mín.

Finnboga saga ramma

Það sumar kom skip af hafi og þau tíðindi af Noregi að Ólafur konungur var kominn í land og boðaði sanna trú en Hákon af lífi tekinn. Þá er þetta spurðist fýstist Finnbogi utan og hugðist svo mundu helst af hyggja þeim harmi er hann hafði beðið. Þorgeir latti hann utanferðar, bað hann heldur kvongast og staðfesta ráð sitt „vil eg að þú biðjir dóttur Eyjólfs á Möðruvöllum er

Hallfríður heitir. Mun þá yðvar í milli verða góð vinátta.“ 

Finnbogi bað hann ráða. Síðan safnast þeir saman frændur og riðu á Möðruvöllu. Þeir biðja dóttur Eyjólfs til handa Finnboga. Hann svarar þeim málum vel því að hann vissi hvert afbragð hann var annarra manna og hverja sæmdarför hann hafði farið til Hákonar jarls og fengið hina ágætustu hans frændkonu. Tekur hann þessu glaðlega og heitir konunni.

Síðan bjuggust þeir við veislu. Eru öxn felld og mungát heitt, mjöður blandinn og mönnum boðið. Fór sú veisla vel fram og stórmannlega og gáfu þeir frændum sínum og vinum góðar gjafir.

Og að liðinni veislunni ríður Finnbogi vestur til Borgar í Víðidal með konu sinni. Takast nú ástir með þeim hjónum. Var hún kvenna vænst og skörungur mikil. Þá er þau höfðu verið ásamt ein misseri áttu þau son þann er Gunnbjörn hét. Hann var harðla vænn snemmendis að áliti. Finnbogi hafði aldrei færri menn með sér en tólf þá er vel voru vígir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu
Matur
25.10.2023

Spaghetti með hvítlauk chilí og valhnetupestói

Spaghetti með hvítlauk chilí og valhnetupestói
Matur
24.10.2023

Hunangs-BBQ kjúklingur með grilluðu grænmeti og geggjuðum sósum

Hunangs-BBQ kjúklingur með grilluðu grænmeti og geggjuðum sósum
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa
Matur
18.10.2023

Taco kjúklingasalat

Taco kjúklingasalat