fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2024
Pressan

Tóku 10 ára dreng, sem enginn vildi hafa, í fóstur – Hafði flakkað á milli fósturfjölskyldna

Pressan
Þriðjudaginn 7. maí 2024 04:05

Kevin, Dominique og Andrew.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 6 árum ákváðu hjónin Dominique og Kevin Gill að taka 10 ára dreng, Andrew, í fóstur. Hann hafði ekkert samband við líffræðilega foreldra sína og á sínum 10 árum hafði hann margoft verði fluttur á milli heimila sem félagsmálayfirvöld komu honum fyrir á.

Það var því kannski engin furða að Andrew hafi verið innhverfur og hafi ekki viljað opna sig fyrir neinum. Margir sem hittu hann fengu á tilfinninguna að hann væri ískaldur hvað varðar tilfinningar. Félagsmálayfirvöld lýstu honum sem „erfiðum“ því hann varð auðveldlega fúll og reiður.

Margir vildu því ekki taka hann í fóstur en Dominique og Kevin létu þetta ekki aftra sér frá því að hjálpa honum. Þau hafa alltaf haft þá sannfæringu að öryggi og ást geri börn að góðum manneskjum.

Andrew flutti því inn til þeirra í einbýlishús þeirra í Nashville í Texas í Bandaríkjunum.

Hann átti að búa hjá þeim þar til félagsmálayfirvöld myndu finna fjölskyldu sem væri reiðubúin til að ættleiða hann. En það var hægara sagt en gert því enginn vildi taka við Andrew.

Í samtali við WBIR Channel 10 sögðu Kevin og Dominique að allt frá fyrsta degi hafi Andrew haldið sig út af fyrir sig og forðast félagsleg samskipti. Hann hafi bara viljað vera í herberginu sínu og spila tölvuleiki.

„Hann var oft reiður og við það að fá reiðikast. Á fyrstu vikunni hjá okkur sat hann í herberginu sínu með dyrnar lokaðar og horfði á gamlar ljósmyndir. Hann vildi ekki tala,“ sagði þau.

Vikur liðu og hjónin og börnin þeirra áttu erfitt með Andrew sem var órólegur og talaði ekki við neinn.

En hjónin neituðu að gefast upp þrátt fyrir að Andrew væri reiður og ósamtarfsfús. Þau komu fram við hann af ást og virðingu í þeirri von að hann myndi breytast.

Syni þeirra fannst í fyrstu að hann næði engri tengingu við Andrew en eins og foreldrum hans, fannst honum að allir eigi skilið að fá tækifæri. Það kom síðan fljótlega í ljós að drengirnir áttu margt sameiginlegt og þegar Andrew áttaði sig á að fjölskyldan vildi honum aðeins vel byrjaði hann að slaka á vörnum sínum.

Drengirnir náðu vel saman og voru eins og bestu vinir og báðir blómstruðu þeir.

Eftir nokkurn tíma fannst félagsmálayfirvöldum að Andrew væri reiðubúinn til að verða ættleiddur af nýrri fjölskyldu og gæti flutt til hennar. Honum var því komið fyrir hjá nýrri fjölskyldu sem hugðist ættleiða hann en það gekk ekki upp og því var önnur fjölskylda, sem hafði hug á að ættleiða hann, fengin til að taka hann. En aftur var það sama sagan, fjölskyldunni snerist hugur.

„Þegar að önnur ættleiðingin heppnaðist ekki, áttaði ég mig á að guð hafði sent Andrew inn í líf okkar. Guð sá til þess að ættleiðingarnar gengu ekki upp, svo hann gæti komið aftur til okkar,“ sagði Dominique.

Hjónin ákváðu síðan að ættleiða Andrew og tók hann því fagnandi því hvergi hafði honum liðið betur en hjá þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Breskur skurðlæknir sendur í leyfi – Ákvað upp á sitt einsdæmi að laga „skrýtinn“ lim tólf ára drengs samhliða kviðslitsaðgerð

Breskur skurðlæknir sendur í leyfi – Ákvað upp á sitt einsdæmi að laga „skrýtinn“ lim tólf ára drengs samhliða kviðslitsaðgerð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sprenglærðir bræður í vondum málum: Stálu 3,4 milljörðum á 12 sekúndum

Sprenglærðir bræður í vondum málum: Stálu 3,4 milljörðum á 12 sekúndum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stærðfræðikennarinn Rebecca Joynes sakfelld fyrir kynferðisbrot gegn unglingum – Varð þunguð eftir 15 ára dreng

Stærðfræðikennarinn Rebecca Joynes sakfelld fyrir kynferðisbrot gegn unglingum – Varð þunguð eftir 15 ára dreng
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife