fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Matur

Silkimjúk eplakaka með heitri vanillusósu

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 22. október 2023 10:00

Mynd: Heimkaup

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við þurfum ekki að hafa mörg orð um þessa dásemd. Silkimjúk eplakaka nýkomin úr ofninum og borin fram með heitri vanillusósu….Ójá – þetta gerist ekki mikið betra!

Hráefni

Eplakaka

  • 120 g Smjör, mjúkt
  • 200 g Sykur
  • 2 Egg
  • 2 tsk Vanilludropar
  • 250 g Hveiti
  • 2 tsk Matarsódi
  • 0.5 tsk Salt
  • 2 tsk Kanill
  • 0.5 tsk Múskat
  • 5 epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og fínrifin og safinn geymdur

Heit vanillusósa

  • 4 msk Smjör
  • 125 ml Rjómi
  • 100 g Sykur
  • 0.5 tsk Vanilludropar

Leiðbeiningar

  1. Hrærið saman mjúku smjörinu og sykri þar til þetta hefur blandast vel saman. Bætið því næst eggjum og vanilludropum út í og hrærið þar til blandan er orðin létt og ljós.
  2. Setjið hveiti, matarsóda, salt, kanil og múskat saman í skál og hrærið síðan saman við eggjablönduna þar til þetta hefur rétt svo blandast saman (varist að þeyta of lengi). Bætið að lokum fínrifnum eplum saman við, ásamt safanum af þeim og blandið varlega saman við með sleif.
  3. Látið í 23-33 cm smurt form og bakið í 30-35 mínútur við 150°c.
  4. Gerið vanillusósuna með því að setja smjör, rjóma og sykur saman í pott og hræra stöðugt allt þar til sykurinn hefur bráðnað. Leyfið þá að malla við vægan hita í um 10 mínútur og hrærið reglulega í blöndunni. Takið af hellunni og bætið vanilludropunum saman við. Haldið heitu þar til sósan er borin fram.
  5. Gæðið ykkur á þessari ljúffengu eplaköku með ríflegu magni af þessari ljúffengu vanillusósu.

Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, einfalt og þægilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum