fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Glassúr á snúðum í Nettó skiptir fólki í fylkingar – „Þetta er skelfilegt að sjá“ – „Þessir eru fullkomnir!“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 13. mars 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd sem Ástþór Knudsen birti í Facebook-hópinn Matartips hefur vakið mikla athygli og skipt hópnum í tvær fylkingar. Um er að ræða mynd af snúðum sem Ástþór keypti í Nettó í Mjódd. Á myndinni má sjá snúða sem eru skreyttir á nokkuð óhefðbundinn hátt. Vill annar hópurinn túlka sem að um sparnað sé að ræða hjá versluninni á meðan aðrir taka þessari breytingu fagnandi. Aðstoðarverslunarstjóri Nettó kveðst í samtali við DV hafa verið óviss um þessar breytingar í byrjun en þær hafi síðan vakið lukku að hennar mati.

Ástþór sem birti myndina spyr:

„Er þetta bara framtíðin eða er Nettó að missa sig í sparnaði. Glassúrið svona dýrt.. kostar að halda húsnæði og starfsmenn. Fyrir mitt leyti þegar ég fæ mér brauð með sykri vill ég hafa veglegt af sykrinum.“

Skjáskot/Facebook.

Snúðarnir hafa vakið mikil viðbrögð og taka margir þessari þróun fagnandi og skrifuðu undir myndina:

„Ég væri voða sátt með svona snúða reyndar, skef alltaf megnið af glassúrnum af.“

„Oh lord! Þessir eru fullkomnir! Ég hata of mikið glassúr“

„Alveg nóg af þessari sykurdrullu, finnst alltaf of mikið af glassúr.“

„Vá hvað þetta er girnilegt! Nú langar mig í snúð í fyrsta sinn í mörg ár.“

Meðan aðrir eru afar ósáttir.

„Nískupúkalegt af þeim og dapurt að skemma hefðbundið bakkelsi á þennan hátt sem þjóðin hefur gúffað í sig með ískaldri mjólk og nóg af súkkulaði og glassúr á þeim. Auðveldara að skafa smá af fyrir þá sem vilja minna.“

„Þið sem eruð ánægð með þetta af því að þið skafið glassúrinn af, ætlið þið líka að banna fólki að ganga í úlpum á veturna af því að ÞIÐ eruð alltaf á stuttermabol?“

„Ég er ekki skafari og finnst hrikalegt að sjá þetta.“

„Snúðurinn er bara áhald til að éta glassúr. Þetta er skelfilegt að sjá.“

DV ræddi við Nettó

DV hafði samband við Nettó í Mjóddinni og ræddi við Eyrúnu, aðstoðarverslunarstjóra í Nettó. Eyrún segir:

„Það var nýr starfsmaður að byrja í bakaríinu. Hún er að koma með nýjungar og fær að ráða því sjálf hvernig hún vill hafa þetta.“ Eyrún bætir við að það sé gaman að heyra að margir tóku vel í snúðana. Hún segist hafa sjálf verið efins fyrst.

„Ég verð að viðurkenna að ég var hissa fyrst þegar ég sá snúðana. En svo leit þetta bara vel út og ég sagði ekki neitt. Greinilega er þetta að veita einhverja lukku.“

Hvað segja lesendur um glassúrmagnið? Takið þátt í könnuninni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa