fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Matur

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. mars 2024 15:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað er betra í vikulokin en ljúffengur kjúklingur sem fljótlegt er að elda?

Innihald

  • 800 g Úrbeinuð kjúklingalæri
  • 1 stk. Rauðlaukur
  • 1 msk. Timjan
  • 3 dl kjúklingasoð
  • 2 Dósir sýrður rjómi 36%
  • 2 msk. Dijon sinnep
  • Salt og pipar
  • Smjör til steikingar
  • Fersk steinselja

Aðferð

  1. Byrjið á að hita pönnu með dálitlu smjöri, kryddið kjúklinginn með salti og pipar og steikið báðum megin þar til vel brúnaður.
  2. Setjið á disk og lækkið aðeins hitann á pönnunni.
  3. Steikið laukinn í 2-3 mínútur eða þar til hann mýkist aðeins.
  4. Kryddið með timían, salti og pipar.
  5. Hellið kjúklingasoði á pönnuna, skafið vel botninn og leyfið að sjóða í nokkrar mínútur.
  6. Bætið þá sýrða rjómanum út á ásamt Dijon sinnepi.
  7. Leyfið aðeins að malla og smakkið ykkur til.
  8. Setjið að lokum kjúklinginn út í sósuna og leyfið að eldast í um það bil 10 mínútur við meðalhita.
  9. Stráið ferskri steinselju yfir að lokum og berið fram.

Gott með pasta eða sætum kartöflum og fersku salati.

Þessi uppskrift er úr smiðju Nettó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu
Matur
25.10.2023

Spaghetti með hvítlauk chilí og valhnetupestói

Spaghetti með hvítlauk chilí og valhnetupestói
Matur
24.10.2023

Hunangs-BBQ kjúklingur með grilluðu grænmeti og geggjuðum sósum

Hunangs-BBQ kjúklingur með grilluðu grænmeti og geggjuðum sósum
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa
Matur
18.10.2023

Taco kjúklingasalat

Taco kjúklingasalat