fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Matur

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. mars 2024 17:00

Mynd: Unsplash

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gömul saga og ný að það getur verið skemmtilegt að fá sér í glas og sletta úr klaufunum en að sama skapi getur dagurinn eftir orðið strembinn.

Sá matur sem fólk innbyrðir áður en gleðin hefst getur skipt talsverðu máli og hér að neðan eru dæmi um fimm fæðutegundir sem geta hjálpað til að gera morgundaginn bærilegri.

Lax

Lax er ríkur af omega-3 fitusýrum og próteini. Sumir telja að þessar fitusýrur minnki þau slæmu áhrif sem áfengi getur haft á líkamann og þá tefji próteinið upptöku alkóhólsins í gegnum meltingarveginn.

Egg

Egg eru holl og seðjandi sem getur skipt máli. Eins og með laxinn þá eru þau rík af próteini sem getur tafið upptöku alkóhóls í meltingarveginum og þá eru þau það saðsöm að líkurnar á óhóflegu áti, knúið af áfengisgræðgi, eftir djammið.

Egg eru holl

Bananar

Bananar eru uppfullir af trefjum sem tefja líka fyrir upptöku áfengis í gegnum meltingarveginn. Þá eru þeir einnig stútfullir af kalíum sem er eitt af þeim steinefnum sem helst tapast í sukkinu.

Bananar eru bæði næringarríkir og bráðhollir.

Hafrar

Hafrar eru bráðhollir en í þeim er mikið magn af trefjum og próteini sem, eins og lesendur eru farnir að þekkja, tefur fyrir upptöku áfengis í gegnum meltingarveginn. Þá innihalda þeir magnesíum, selen og járn sem að getur stuðlað að betri virkni lifrarinnar sem er jú undir álagi á meðan áfengisneyslu stendur.

Hafrar eru stútfullir af næringarefnum

Ber

Ýmis ber, eins og jarðaber, bláber og brómber, eru stútfull af andoxunarefnum, vítamínum og trefjum sem hafa jákvæð áhrif á líkamann í baráttunni við áfengið. Þá eru þau með hátt hlutfall vatns sem hjálpar til við að passa upp á að við ofþornum ekki á djamminu.

Jarðarber eru holl og góð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu
Matur
25.10.2023

Spaghetti með hvítlauk chilí og valhnetupestói

Spaghetti með hvítlauk chilí og valhnetupestói
Matur
24.10.2023

Hunangs-BBQ kjúklingur með grilluðu grænmeti og geggjuðum sósum

Hunangs-BBQ kjúklingur með grilluðu grænmeti og geggjuðum sósum
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa
Matur
18.10.2023

Taco kjúklingasalat

Taco kjúklingasalat