fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Matur

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 29. október 2023 10:00

Mynd: Heimkaup

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er eitthvað sem þið verðið að baka og getur engan veginn klikkað. Snúðarnir eru dásamlegir volgir, bornir fram með ísköldu mjólkurglasi.

Hráefni

Snúðar

  • 50 g Smjör
  • 250 ml Mjólk
  • 11 g Þurrger
  • 1 Egg
  • 1 msk Sykur
  • 5 g Salt
  • 5 dl Hveiti
  • 2 dl Heilhveiti

Fylling

  • 120 g Dumle karamellur
  • 2 msk Rjómi
  • 4 msk Hnetusmjör

Leiðbeiningar

  1. Setjið smjör og mjólk í pott og bræðið saman við lágan hita.
  2. Takið af hitanum og geymið þar til blandan er orðin fingurvolg. Bætið þurrgeri og sykri saman við og geymið í 5 mínútur.
  3. Bætið hinum hráefnunum saman við. Hnoðið í nokkrar mínútur. Setjið rakan klút yfir skálina og látið hefast í 60 mínútur eða þar til deigið hefur tvöfaldast í stærð.
  4. Setjið deig á hveitistráð borð og hnoðið lítillega. Fletjið út og látið hnetusmjör yfir botninn og hellið síðan karamellusósunni yfir allt.
  5. Rúllið upp og skerið niður. Látið í form og bakið í 175°c heitum ofni í 15 mínútur. Leyfið að kólna lítillega og látið þá karamellusósu ef það var afgangur af henni yfir snúðana.

Karamellusósa:

Setjið karamellur og rjóma saman í pott og hitið við vægan hita. Þegar karamellurnar hafa blandast saman við rjómanum takið af hitanum og leyfið að kólna lítillega.

Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, einfalt og þægilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka