fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Matur

Trylltur ketó brauðréttur fyrir saumaklúbbinn

Ketóhornið
Mánudaginn 30. mars 2020 14:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kallinn átti afmæli um daginn og þá varð ég nú að toppa mig og koma honum á óvart, enda er hann mikill sælkeri. Þá varð þessi snilld til.

Ketó brauðréttur

Brauðið – Hráefni:

1 1/2 bolli rifinn ostur (ég notaði brauðost)
60 gr rjómaostur
1 1/3 bolli möndlumjöl
2 msk. kókoshveiti
1 1/2 tsk. lyftiduft
2 egg
1 pepperóní kryddostur
1 bolli rjómi
1 teningur kjötkraftur
60-70 gr. pepperóní
1 rauð paprika, smátt skorin
2 blaðlaukar, smátt skornir

Ketó-brauðið góða.

Aðferð:

Bræða ost og rjómaost saman í örbylgjuofni, í 30 sekúndur í senn eða þar til allt blandast vel saman. Hræra þá saman við möndlumjöl, kókoshveiti, lyftiduft og egg. Smyrja smelluform og baka brauðið í 20 mínútur við 180°C. Látið brauðið kólna og skerið í bita. Bræðið 1 stykki pepperóní kryddost í 1 bolla af rjóma ásamt teningi af kjötkrafti. Skera ca. 60-70 grömm af pepperóni í fernt og steikja í örlitla stund á pönnu eða rétt þar til það er orðið léttstökkt. Skera eina rauða papriku smátt og tvo blaðlauka. Blanda þessu öllu saman við brauðið. Setja allt gúmmelaðið í eldfast mót, rifinn ost yfir og smá paprikukrydd og hita í ca. 15 til 20 mínútur á 190°C eða þar til osturinn er bráðinn og gumsið heitt í gegn.

Voila, veisla!

Endilega fylgið mér á Instagram þar sem ég dúndra reglulega inn uppskriftum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
24.10.2023

Hunangs-BBQ kjúklingur með grilluðu grænmeti og geggjuðum sósum

Hunangs-BBQ kjúklingur með grilluðu grænmeti og geggjuðum sósum
Matur
23.10.2023

Pizza með perum, gráðosti & valhnetum

Pizza með perum, gráðosti & valhnetum
Matur
11.10.2023
Sítrónupasta
Matur
10.10.2023

Kjúklingaréttur frá Marokkó

Kjúklingaréttur frá Marokkó
Matur
09.10.2023

Eggjanúðlur með kjúkling og grænmeti

Eggjanúðlur með kjúkling og grænmeti
Matur
04.10.2023

Matarmikil kókos kjúklingasúpa

Matarmikil kókos kjúklingasúpa
Matur
03.10.2023

Hakk og spagetti

Hakk og spagetti