fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fréttir

Egill segist hafa fengið óblíða meðferð á Burger-inn: „Ef þú kemur þér ekki í burtu læt ég lögregluna fjarlægja þig!“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 29. september 2018 20:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fór á Burger-inn í og pantaði mér þar pítu með nautakjötsbuffi. Ég tók skýrt fram að ég vildi pítu en ekki hamborgara. Svo þegar maturinn kemur á borðið kemur í ljós að þetta er hamborgari en ekki píta. Viðbrögðin við kvörtun minni voru með ólíkindum, menn voru alveg trylltir, börðu í borðið og hótuðu með lögreglu,“ segir Egill Þorfinnsson sem hafði samband við DV í dag vegna óánægju með framkomu við sig á veitingastaðnum Burger-inn í Hafnarfirði.

„Ég spurði menninga: Er þetta buff eða hamborgari? Þá var kokkurinn kominn fram og æpti: Þetta er buff!“

Egill segir að bæði vaktstjórinn og kokkurinn hafi verið ævareiður við hann og hafi skipað honum að hypja sig á brott. Sögðu þeir að hann hefði áður kvartað undan matnum með sama hætti og nú væri nóg komið. „Ef þú kemur þér ekki í burtu læt ég lögregluna fjarlægja þig,“ sagði vaktstjórinn.

„Ég lenti í því um daginn að panta þarna pítu en fá hamborgara og kvartaði en sætti mig við það. En þess vegna tók ég það sérstaklega fram að ég vildi pítu með buffi núna – ekki hamborgara! En viðbrögðin voru svona. Mér finnst alveg kostulegt að þeir hafi hótað mér lögreglu. Hvað átti lögregla að gera við mig? Er ólöglegt að kvarta undan mat á veitingastað?“

Segir manninn hafa verið drukkinn og hann panti alltaf það sama til að kvarta yfir því

DV bar málið undir Brynjar Arnarson, vaktstjóra á Burger-inn, og sagði hann:

„Kannski er þetta maðurinn sem pantaði pítu með buffi en fékk hamborgarakjöt sem er sami hluturinn. Hann hefur oft pantað þetta og kvartar alltaf og svo pantar hann sama hlutinn aftur til þess að kvarta. Hann var mjög ölvaður, veit ekki hvort hann sé marktækur. Hann labbaði yfir á Ölstofu Hafnarfjarðar og sat þar við drykkju.“

Brynjar segir að Egill hafi líklega fimm sinnum pantað pítu á Burger-inn og kvartað undan matnum vegna þess að hann fengi hamborgara en ekki pítu. Segir Brynjar að starfsfólk Ölstofu Hafnarfjarðar kvarti líka undan Agli, þar láti hann illa og sé með alls konar undarlegar kvartanir.

Er DV bar þetta undir Egil sagði hann að sín drykkja breytti engu um matinn sem hann kvartaði yfir. Hann hafi verið búinn að drekka tvo bjóra og hafi verið kurteis á meðan viðbrögð starfsmannanna hafi verið ofsafengin.

Sagði viðskiptavini að hengja sig

Mörg fyrirtæki hafa að leiðarljósi það viðkvæði að viðskiptavinurinn hafi alltaf rétt fyrir sér. Svo eru önnur fyrirtæki sem fylgja ekki þeirri stefnu. Burger-inn var í fréttum DV fyrir um ári síðan er Brynjar brást við neikvæðri umsögn viðskiptavinar á Facbook um staðinn með því að segja honum að hengja sig og að hætta að vera með „tussufýlustæla“. Brynjar baðst síðan afsökunar á framkomu sinni.

Sjá nánar hér

Egill tók matinn með sér og myndaði hann. Er þetta boðlegt kjöt í pítu?

Er munur á pítu og hamborgara?

Skiptar skoðanir virðast vera um það hvort kjöt í pítu með buffi annars vegar og kjöt í hamborgara hins vegar geti verið eins eða sé ólíkt. Brynjar segir um þetta: „Við notum sama kjötið, 20% fita, frá Kjötsmiðjunni, toppnæs.“

Vaktstjóri í Pítunni Skipholti segir að ekki sé munur á kjöti í hamborgara og pítu hjá þeim, munurinn felist í mismunandi brauði, sósu og meðlæti.

Önnur mynd af pítu Egils

Egill segir að miklu meira magn sé af kjöti í alvöru pítubuffi en „þessum smáborgunum á Burger-inn. Einnig eru myndir af réttum þeirra fyrir ofan afgreiðsluborðið og þar er sýnt myndarlegt buff EKKI hamborgari. Neytandinn blekktur. En framkoma starfsmanna var vægast sagt sjúkleg.“

Aðrir telja að pítubuff séu lausari í sér en hamborgarar og enn aðrir að þau séu úr kjötfarsi. Þá tjáði einn veitingamaður DV að margir íslenskir veitingastaðir láti sérframleiða fyrir sig buff í pítur með buffi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Í gær

Óíslensk hegðun

Óíslensk hegðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dottaði undir stýri og fór út af

Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“