fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Íslenskur flugdólgur um borð í vél frá Play handtekinn í Alicante

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. maí 2024 17:05

Frá Alicante. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV barst ábending um að spænskir lögreglumenn hefðu farið um borð í flugvél frá Play sem lenti í Alicante í eftirmiðdaginn. Vélin var að koma frá Íslandi.

Birgir Olgeirsson, sérfræðingur á samskiptasviði Play, staðfesti í samtali við DV að leitað hafi verið aðstoðar staðarlögreglu vegna farþega um borð í vélinni.

Segir Birgir að farþeginn hafi verið með óspektir um borð. Birgir segir aðspurður að ekki hafi staðið ógn af manninum en framferði hans var flokkað sem óspektir.

Birgir staðfestir að lögregla hafi komið um borð í flugvélina vegna mannsins en segir að allt hafi gengið áfallalaus fyrir sig. Telur hann að atvikið hafi ekki valdið löngum töfum varðandi för farþega út úr vélinni, varla meira en fimm til tíu mínútur.

Aðspurður staðfesti Birgir að maðurinn sem í hlut átti sé íslenskur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breska ríkið fjármagnar rannsókn á vindmyllum á hafi úti við Ísland – Fyrsta vettvangsferðin í ágúst

Breska ríkið fjármagnar rannsókn á vindmyllum á hafi úti við Ísland – Fyrsta vettvangsferðin í ágúst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Enginn getur nefnt þetta skelfilega nafn án þess að líta um öxl til að fullvissa sig um að enginn heyri“

„Enginn getur nefnt þetta skelfilega nafn án þess að líta um öxl til að fullvissa sig um að enginn heyri“