fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 4. júlí 2025 13:00

Oddvitar flokkanna í Reykjavík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingin er orðin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri skoðanakönnun um fylgi flokkanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Sjálfstæðisflokkurinn tapar rúmum 6 prósentustigum frá því í apríl.

Samfylkingin á toppnum

Í nýrri könnun Maskínu fyrir DV var spurt hvaða flokk fólk myndi kjósa ef kosið væri til borgarstjórnar í dag. Flestir svarendur, 29,4 prósent sögðust ætla að kjósa Samfylkinguna. Það er bæting um 4,1 prósentustig frá síðasta borgarvita Maskínu sem gerður var í apríl. En þá mældist borgarstjórnarflokkur Samfylkingar með 25,3 prósent og var næst stærsti flokkurinn.

Hrun Sjálfstæðisflokksins

Hrun Sjálfstæðisflokksins er mikið. Í apríl mældist flokkurinn langstærsti flokkurinn í borginni með 31,8 prósent fylgi en nú mælist hann aðeins með 25,5 prósent. Það er hrap um heil 6,3 prósentustig.

Viðreisn bætir við sig 2,2 prósentustigum og mælist þriðji stærsti flokkurinn í borginni með 12,2 prósent.

Sósíalistar tapa en VG og Miðflokkur bæta við sig

Sósíalistaflokkurinn mælist með 6,6 prósenta fylgi en mældist með 8,3 prósent í apríl. Gustað hefur hressilega um Sósíalistaflokkinn undanfarnar vikur og mánuði eftir yfirtöku á stjórnarfundi og óvíst hvernig framboði flokksins verður háttað fyrir næstu kosningar.

Miðflokkurinn mælist nú með 6,4 prósenta fylgi í Reykjavík, sem er bæting um 1,3 prósent frá síðustu könnun Maskínu.

Annar flokkur sem bætir við sig eru Vinstri Græn. Það er fara úr 3 prósentustigum í 5,7 prósent nú.

Píratar standa hins vegar nokkur veginn í stað. Þeir mælast með 5,8 prósent nú en 6 prósent í apríl.

Hátt fall Framsóknar frá kosningum

Tveir flokkar tapa um eins prósenta fylgi hvor. Það er Flokkur fólksins sem mælist með 4,8 prósenta fylgi og Framsóknarflokkurinn sem mælist með 3,8 prósent. Framsóknarflokkurinn hlaut tæp 19 prósent í síðustu borgarstjórnarkosningum árið 2022 og því er fallið mjög hátt, en Einar Þorsteinsson sagði sig frá meirihlutasamstarfi í borgarstjórn í febrúar og missti borgarstjórastólinn.

Meirihlutinn héldi velli

Í borgarstjórn Reykjavíkur eru 23 borgarfulltrúar. Samkvæmt þessari nýju könnun myndi meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Flokks fólksins, Sósíalista og Pírata halda velli með 12 fulltrúa.

Píratar myndu tapa tveimur af sínum þremur fulltrúum og Sósíalistar öðrum af sínum tveimur. En Samfylking myndi bæta við sig þremur, fara úr fimm í átta, og Vinstri græn og Flokkur fólksins halda sínum fulltrúa.

Viðreisn myndi bæta við sig 2 en Framsókn tapa 3

Borgarfulltrúatala Sjálfstæðisflokksins yrði óbreytt frá síðustu kosningum, það er sex. Framsóknarflokkur myndi hins vegar tapa þremur af sínum fjórum fulltrúum.

Viðreisn myndi fara úr einum fulltrúa í þrjá og Miðflokkur ná inn einum borgarfulltrúa, en flokkurinn á engan í dag.

Könnunin var framkvæmd fyrir DV og mælir fylgi flokka í Reykjavík. Könnunin fór fram 20. til 30. júní. Svarendur voru 1.035.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Í gær

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Í gær

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm