fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Margrét svarar þingmanni – „Snorri er auðvitað nýr og kannski óvenjulangur í honum fattarinn“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. júní 2025 13:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Másson þingmaður Miðflokksins hefur sakað Víði Reynisson, formann allsherjarnefndar Alþingis, um pólitísk afskipti af máli unglingsins Oscars Bocanera, en Víðir hafði samband við Útlendingastofnun og benti á að yfirgnæfandi líkur væru á að Alþingi veitti Oscari ríkisborgararétt. Snorri gerði bókun á fundi allsherjarnefndar í dag þar sem hann gerði athugasemd við vinnubrögð Víðis í málinu, en eftir að Víðir hafði samband við Útlendingastofnun var ákveðið að fresta yfirvofandi brottvísun Oscars.

Víðir segir í samtali við Vísi að hann hafi sjálfur ákveðið að hafa samband við Útlendingastofnun, enda fyrirséð að Oscar fengi ríkisborgararétt og því væri það óþarfa kostnaður fyrir ríkið að senda hann úr landi bara til þess að þurfa strax að sækja hann aftur.

Margrét Tryggvadóttir rithöfundur telur skrýtið að tala um pólitísk afskipti í þessu máli enda sé það alltaf pólitísk ákvörðun þegar Alþingi veitir ríkisborgararétt rétt eins og allt annað sem fram fer í þinginu. Hún segist þó skilja að Snorri, sem nýr þingmaður, sé ekki búinn að átta sig á þessu. Hún skrifar á Facebook:

„Snorri er auðvitað nýr og kannski óvenjulangur í honum fattarinn en veitingar alþingis á ríkisborgararétti eru vitanlega pólitískar eins og allt sem fer fram á þinginu. Í prinsippinu finnst mér að sömu reglur og stjórnsýsla eigi að gilda um alla en því miður einkennist kerfið okkar alltof oft af heimsku og mannvonsku. Þá er nauðsynlegt að hafa neyðarhemil og varaleið – t.d. þegar vísa á barni í vanda úr landi, þrátt fyrir að það eigi hér bæði heimili og fjölskyldu. Takk Víðir og allsherjarnefnd fyrir ykkar forgangsröðun og pólitísku afskipti.“

Allsherjarnefnd tekur til meðferðar þær umsóknir um ríkisborgararétt sem beint er til Alþingis. Frægt var þegar nefndin samþykkti árið 2005 að leggja fram frumvarp um að veita skákmanninum Bobby Fischer ríkisborgararétt til að yfirvöld í Japan samþykktu að senda hann hingað til Íslands og svo árið 2015 þegar nefndin lagði fram frumvarp sem veitti tveimur albönskum fjölskyldum með langveik börn ríkisborgararétt, en málefni fjölskyldnanna höfðu verið töluvert í umræðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna