Þetta sagði hann í viðtali við The Economist á laugardaginn.
Úkraínumenn fá mikið af vopnum frá vestrænum bandalagsríkjum sínum en sú kvöð er sett af flestum ríkjanna að ekki megi nota vopnin til árása utan Úkraínu. Bretar hafa þó veitt Úkraínumönnum heimild til að nota vopnin til árás á rússneskt landsvæði.
„Það er kominn tími til þess að bandamenn Úkraínu íhugi hvort aflétta eigi sumar af þeim hömlum sem eru settar á not þeirra vopna sem þeir gefa Úkraínu,“ sagði Stoltenberg í viðtalinu.
Hann nefndi sem dæmi bardaga í Kharkiv, rétt við rússnesku landamærin, sem hafa harðnað síðustu vikur. Sagði Stoltenberg að það geri Úkraínumönnum erfitt fyrir að mega ekki nota vopnin til að ráðast á „lögmæt hernaðarlega skotmörk á rússnesku landsvæði“.