fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Stoltenberg vill að Úkraínumenn fái að nota vestræn vopn til árása á rússneskt landsvæði

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. maí 2024 06:30

Jens Stoltenberg er framkvæmdastjóri NATO. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATÓ, vill að Úkraínumenn fái að nota þau vestrænu vopn, sem þeir fá bandalagsríkjum sínum, til að gera árásir á rússneskt landsvæði.

Þetta sagði hann í viðtali við The Economist á laugardaginn.

Úkraínumenn fá mikið af vopnum frá vestrænum bandalagsríkjum sínum en sú kvöð er sett af flestum ríkjanna að ekki megi nota vopnin til árása utan Úkraínu. Bretar hafa þó veitt Úkraínumönnum heimild til að nota vopnin til árás á rússneskt landsvæði.

„Það er kominn tími til þess að bandamenn Úkraínu íhugi hvort aflétta eigi sumar af þeim hömlum sem eru settar á not þeirra vopna sem þeir gefa Úkraínu,“ sagði Stoltenberg í viðtalinu.

Hann nefndi sem dæmi bardaga í Kharkiv, rétt við rússnesku landamærin, sem hafa harðnað síðustu vikur. Sagði Stoltenberg að það geri Úkraínumönnum erfitt fyrir að mega ekki nota vopnin til að ráðast á „lögmæt hernaðarlega skotmörk á rússnesku landsvæði“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur