Eldur logar í rútu í Borgartúni og vinnur slökkvilið nú að því að ráða niðurlögum eldsins.
Eldurinn kviknaði á áttunda tímanum í kvöld, en að sögn RÚV er ekki vitað hvort einhver var í rútunni þegar eldurinn kviknaði.
Mikinn reyk leggur frá rútunni eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Ekki hefur verið staðfest hver eldsupptök voru eða hvort um íkveikju var að ræða.
Nú er klukkan 20:05 og fleiri myndir hafa borist frá Borgartúni sem sýna að slökkvilið hefur náð tökum á eldinum, en hins vegar er lítið eftir af rútunni. Engann sakaði af völdum eldsins.
Fréttin hefur verið uppfærð