fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Íslensk stúlka í klóm erlendra netníðinga – Þurfti að senda nektarmyndir og skera sjálfa sig

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 30. mars 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska stúlka var í tvö og hálft ár, allt frá 13 ára aldri, í klóm erlendra netníðinga sem kúguðu hana til að blóðga sjálfa sig og niðurlægja sig með ýmsum hætti frammi fyrir fjölda fólks á lokaðri spjallrás. Fólkið gerði stúlkuna vitstola af angist með stanslausum hótunum um að vinna henni og fjölskyldu hennar mein.

DV ræddi við stúlkuna og móður hennar fyrir páska. Stúlkan greindi frá því að myndbönd af henni alblóðugri hafi verið til sýnis inni á spjallrás á samskiptaforritinu Discord. Glæpahópar sem stunda þessa iðju eru nú til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni, FBI. Sjá hér.

Aðspurðar segja stúlkan og móðir hennar að hér virðist allt hafa snúist um útrás fyrir sadískar og afbrigðilegar hvatir glæpamannanna. Möguleiki væri á því að nektarmyndir af stúlkum sem eru misnotaðar með þessum hætti séu seldar en ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að svo sé.

„Þau voru að segja mér að þau myndi senda myndirnar af mér í skólann,  á fjölskylduna mína, alla vini mína. Síðan myndu þau koma til Íslands og myrða alla ástvini mína. Þau voru líka öll offline og þá var eins og þau væru á leiðinni. Flar hótaði því að koma hingað, draga mig inn í hvítan sendibíl, nauðga mér og gera mig síðan að kynlífsþræl. Hann sýndi mér meira að segja flugmiðann hingað,“ segir stúlkan um hótanirnar og ógnanirnar sem dundu á henni.

Viðtalið við mæðgurnar má lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan:

Íslensk stúlka í klóm erlendra netníðinga – Myndbönd af henni alblóðugri til sýnis á spjallrás

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg