Þetta kemur fram í daglegri stöðuuppfærslu breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins. Segir ráðuneytið að 983 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst að meðaltali á degi hverjum í febrúar.
Rússum tókst að ná bænum Avdiivka, sem er nærri stórborginni Donetsk, á sitt vald í febrúar og hélt hann síðan sókn sinni áfram út frá Avdiivka. Þetta tókst Rússum með því að halda sig við taktík sem setur mikinn þrýsting á úkraínska herinn við fremstu víglínurnar en um leið er þetta dýrkeypt fyrir Rússa í mannslífum talið.
Bretarnir telja að Rússar hafi misst rúmlega 355.000 hermenn í stríðinu. Þetta er lægri tala en Úkraínumenn hafa sett fram en Rússar hafa ekki tjáð sig um tjón sitt í stríðinu.