fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Þjóðskrá segir Önnu og Gunnlaug geta ekki átt lögheimili á Íslandi – „Það er í alvöru hægt að „henda okkur úr landi““

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 09:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Málfríður Jónsdóttir hefur sent bréf til allra fjölmiðla í kjölfar úrskurðar Þjóðskrár þess efnis að hún og eiginmaður hennar geti ekki átt lögheimili á Íslandi. Rót þessa óvenjulega vanda liggur í því að þau hjónin fluttust um borð í húsbíl sinn og hafa ferðast um Evrópu síðan síðasta sumar. Ástæða þessarar ákvörðunar er sú að eiginmaður Önnu, Gunnlaugur, lenti í kulnun og átti að fara í eins árs meðferð hjá Virk en þessi lífsmáli hefur hins vegar snúið líðan hans við til hins betra.

„Við töldum okkur hafa aflað allra nauðsynlegra upplýsinga áður en við fórum af stað, m.a. hafði ég samband við sjúkratryggingar til þess að athuga hvort við þyrftum að skila inn einhverjum gögnum eða umsóknum til þess að maðurinn minn mundi haldast inni í kerfinu en var sagt að þar sem ég væri áfram í fullri vinnu og borgaði skatta á Íslandi og þar sem við værum gift, þá mundi það ekki breyta neinu,“ segir Anna í bréfi sínu, en víkur síðan að þeim ískyggilega vanda sem nú steðjar að:

„EN, komum þá að kjarna málsins.  Þann 5.febrúar s.l. barst okkur bréf frá Þjóðskrá þar sem okkur er tjáð að þau hafi ástæðu til þess að ætla að við hefðum ekki rétt til lögheimilisskráningar á Íslandi (ég get sent þau gögn ef áhugi er fyrir hendi). Við vorum skráð með lögheimili hjá systir minni í Bolungarvík, að sjálfsögðu með hennar leyfi og samþykki, því eðli málsins samkvæmt getum við ekki skráð lögheimilið í húsbílnum.

Til að gera langa sögu stutta, þá hafa samskipti okkar við starfsmann Þjóðskrár ekki skilað neinum árangri, þetta eins og að tala við vélmenni (!). Við höfum aðeins fengið tilvísanir í hinar ýmsu lagagreinar sem styðja ákvörðun þeirra.

Í hnotskurn þá lítur málið svona út:

  • Ég er í fullri vinnu sem brunaverkfræðingur á Íslandi og greiði alla mína skatta og gjöld þar.
  • Ég greiði útsvar til Bolungarvíkur þar sem ég nota enga þjónustu en á þar bara lögheimili. Það fellur nú niður og skv. upplýsingum fer útsvarið nú til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
  • Maðurinn minn er á mínu framfæri, þ.e. hann þiggur engar bætur eða lífeyri en ég nýti mér persónuafsláttinn hans.
  • Við eigum ekki lögheimili, né erum við með aðsetur í öðru landi.
  • Það er alveg ljóst að ef við hefðum haldið lífinu áfram óbreyttu heima á Íslandi, þá hefði Gunnlaugur maðurinn minn verið á sjúkradagpeningum eða einhverju slíku í heilt ár vegna endurhæfingar – en svo er ekki nú.“

Í gær úrskurðaði Þjóðskrá síðan að hjónin uppfylli ekki þau skilyrði sem þarf til að vera með lögheimili á Íslandi. „Það er s.s. í alvöru hægt að „henda okkur úr landi“. Við erum búin að senda fyrirspurn til Tryggingastofnunar varðandi það hvort við getum á einhvern hátt haldið réttindum okkar innan sjúkratrygginganna og bíðum eftir svari frá þeim. Ef við dettum út úr sjúkratryggingakerfinu þá þurfum við að bíða í 6 mánuði  til að komast aftur inn í kerfið, jafnvel þó ég væri þá þegar búin að borga minn skerf til þess í kannski 1 – 2 ár án þess að hafa rétt til þess að nota það – sem er auðvitað alveg galið!“

Anna segir að það sé hart að vera með þessum hætti rekin úr landi eftir að hafa greitt skatta og gjöld til samfélagsins og þó hún sé fædd og uppalin í landinu.

Nánar má lesa um málið í opnum Facebook-hópi Önnu og Gunnlaugs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu