Þetta sagði hann í samtali við BBC. Hann sagði að Pútín hafi gert mörg mistök og það eigi ekki aðeins við um stríðið í Úkraínu. „Hann eyðilagði í raun og veru lykilstofnanir Rússlands nútímans. Verkefni mitt verður að endurreisa þessar stofnanir,“ sagði hann.
Á þriðjudaginn lauk hann við að safna undirskriftum 100.000 meðmælenda með framboði hans en það er sá fjöldi sem þarf að lýsa yfir stuðningi við framboð hans svo það verði tekið gilt. Hann sagði BBC að margar milljónir kjósenda styðji hann.
En það verður að teljast óvíst að hann fái að bjóða sig fram eða lifi nægilega lengi til að af framboði geti orðið. Pútín og hans fólk fer ekki blíðum höndum um andstæðinga forsetans og eiga þeir það til að deyja með dularfullum hætti.
Það gæti líka farið eins fyrir framboði Nadezhdin eins og framboði Jekaterina Duntsova, sem er einnig mótfallin stríðinu, sem var meinað að bjóða sig fram. Nadezhdin er meðvitaður um þetta en segist samt sem áður reikna með að fá að bjóða sig fram.
„Markmið mitt er að breyta Rússlandi. Það getur vel verið að ég verði ekki forseti þann 17. mars en en ég ætti að fá bestu kosninguna,“ sagði hann.