fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Bretar og Bandaríkjamenn gera árásir á bækistöðvar Húta í Jemen

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. janúar 2024 07:00

Bresk Typhoon orustuþota frá RAF tekur á loft í gærkvöldi á leið til árásar. Mynd:Breski herinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar og Bandaríkjamenn hófu í gærkvöldi loftárásir á bækistöðvar Húta í Jemen. Flugvélar, skip og kafbátar taka þátt í árásunum að sögn bandarískra embættismann. Fregnir hafa borist af sprengingum í höfuðborginni Sanaa.

Talsmaður Húta staðfesti skömmu eftir miðnætti að ráðist hefði verið á borgir og bæi í Jemen og hét hefndum.

Hútar hafa að undanförnu gert fjölda árása á skip í Rauðahafinu og eru árásirnar viðbrögð við þessum árásum sem eru að vonum mikil ógn við umferð skipa um Rauðahafið og hafa mikil áhrif á alþjóðaviðskipti.

Í gærkvöldi skýrðu breskir fjölmiðlar frá því að breska ríkisstjórnin hefði verið kölluð til fundar og að tilefnið væri að ræða um hugsanlegar árásir Breta og Bandaríkjamanna á Húta.

John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, hafði áður sagt að Bandaríkin myndu bregðast við ef Hútar héldu áfram að ráðast á skip í Rauðahafi.

Frá því að Ísraelsmenn hófu hernað á Gaza hafa Hútar lýst yfir samstöðu með Hamas og öðrum herskáum palestínskum samtökum og segja árásirnar í Rauðahafi afleiðingu af hernaði Ísraelsmanna. Hútar njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran eins og Hamas og Hezbolla-hryðjuverkasamtökin í Líbanon.

Samkvæmt upplýsingum frá aðalstjórnstöð Bandaríkjahers hafa Hútar gert 27 árásir á kaupskip í Rauðahafi síðan 19. nóvember. Þetta hefur orðið til þess að sumar skipaútgerðir láta nú skip sín sigla fyrir Góðrarvonarhöfða í Suður-Afríku í staðinn fyrir að fara í gegnum Súesskurðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“