fbpx
Föstudagur 29.september 2023
Fréttir

Átta ára fangelsi fyrir gróft kynferðisofbeldi gegn dóttur sinni – Tók myndbönd af brotunum

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 19. september 2023 14:49

Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður um fertugt var í dag dæmdur í átta ára fangelsisvist í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellt kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Meðal annars að hann hafi með ólögmætri nauðung margsinnis haft endaþarmsmök við hana.

Brotin voru framin gegn barninu frá 25. júlí árið 2022 til 13. janúar á þessu ári, þegar barnið var fimmtán ára. Auk þess að hafa við hana endaþarmsmök, neyddi hann hana til þess að hafa við sig munnmök, sleikti kynfæri hennar, fór með fingur inn í kynfæri hennar, káfaði á brjóstum og tók ljósmyndir og myndbandsupptökur af brotum sínum.

„Ákærði  nýtti sér freklega yfirburði sína sem faðir og að barnið var eitt með honum fjarri öðrum,“ segir í dóminum.

Tók myndir og myndbönd af brotunum

Brotin fóru meðal annars fram á heimili hans, á vinnustað hans, í bifreið hans og á hóteli í Bandaríkjunum.

Faðirinn tók myndir af brotunum upp á bæði sinn eigin síma og síma dótturinnar, samtals 27 ljósmyndir og 9 myndskeið. Í fartölvu hans fundust þar að auki hátt í 40 þúsund ljósmyndir og rúmlega 600 kvikmyndir sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Var tölva og símar gerðir upptækir.

Fyrir utan kynferðisbrotin var faðirinn einnig fundinn sekur um brot á vopnalögum. Það er vegna handjárna sem fundust á heimili hans.

Vissi ekki að faðirinn væri haldinn barnagirnd

Faðirinn skildi við móður dótturinnar þegar hún var eins árs gömul og hvarf úr lífi hennar þegar hún var á sjöunda ári. Var hún alin upp hjá móður sinni og öðrum manni sem gekk henni í föðurstað. Þegar hann lést hófust að nýju regluleg samskipti dótturinnar við föður sinn.

„Föðurmissirinn var brotaþola afar þungbær, eins og ráða má af framburði hans og vitna í málinu. Það voru því brotaþola mikil gleðitíðindi og vakti honum miklar vonir í brjósti þegar hann náði endurfundum við kynföður sinn, ákærða, svo sem einnig má ráða af samhljóða framburði brotaþola og vitna í málinu,“ segir í dóminum.“

Til að byrja með, eftir að dóttirin heimsótti föður sinn, hafi samband þeirra verið eðlilegt. En hún vissi þá ekki, frekar en neinn í hans nærumhverfi, að hann hefði í um áratug viðurkennt fyrir sjálfum sér að hann bæri kynferðislega girnd til barna, sérstaklega stúlkubarna. Kom þetta fram í framsögn hans við geðrannsókn.

Sambandið skrýtnara og skrýtnara

Sambandið var skrýtnara og skrýtnara en þau hittust einu sinni í mánuði, eina viku í senn. Fóru þau saman í sturtu og sváfu í sama rúmi. Eina nóttina hóf hann að káfa á henni. Í framhaldi hafði hann svo samræði við hana í leggöng.

„Frá þeim tíma hafi samband þeirra verið af kynferðislegum toga, með margendurteknu samræði um leggöng og stundum í endaþarm brotaþola, auk ýmissa annarra kynmaka og kynferðisathafna, brotaþoli farið að líta á samband þeirra sem ástarsamband, ákærði talið honum trú um að svo  væri og að allt væri þetta eðlilegt í ástríkum samskiptum föður og barns,“ segir í dóminum.

Olli þetta henni sífellt meiri áhyggjum og vanlíðan og rifust þau mikið. Bauð hann henni til Bandaríkjanna og sagðist ætla að drepa sig ef hún færi ekki með honum. Þar braut hann á henni í enn eitt skiptið.

Játning svo langt sem hún nær

Dóttirin þótti trúverðug í frásögn sinni þótt augljóst væri að erfitt hafi verið fyrir hana að rifja þetta upp. Skýrslugjöf föðurins fyrir dómi reyndist takmörkuð en hann gekkst þó við því að hafa haft samræði við dóttur sína á umræddu tímabili. Hann vildi þó ekki svara til um hversu oft eða hvernig þetta bar að.

Lítur dómurinn á þetta sem játningu, svo langt sem hún nær, um að hann hafi margsinnis haft samræði við dóttur sína og beitt hana ólögmætri nauðung.

Þá var stuðst við ýmis önnur gögn og framburði, svo sem frá félagsráðgjafa og fjölskyldumeðlimum.

Hlaut faðirinn átta ára fangelsisdóm, en hann hefur nú þegar setið í fangelsinu að Hólmsheiði frá því í apríl. Honum var gert að greiða dóttur sinni sex milljón krónur í miskabætur. Auk þess greiðir hann samanlagt rúmlega 13 milljón króna sakar og lögfræðikostnað.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars
Fréttir
Í gær

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Í gær

Sakaður um brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum – Kallaði athæfið „bossapartý“

Sakaður um brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum – Kallaði athæfið „bossapartý“
Fréttir
Í gær

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vínframleiðsla er ósjálfbær

Vínframleiðsla er ósjálfbær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur fyrir að stela dyrabjöllu

Dæmdur fyrir að stela dyrabjöllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“