fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Fréttir

Pútín með nýja áróðursaðferð sem byggist á vestrænni hugmynd

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 06:59

Pútín er sagður spila rússneska rúllettu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar, undir forystu Vladímír Pútíns forseta, eru byrjaðir að beita nýrri áróðursaðferð til að reyna að vinna Úkraínumenn á sitt band. Aðferðin er sótt til Vesturlanda.

Þetta snýst um að rússneskar borgir og bæir eru gerðir að vinabæjum úkraínskra bæja og borga. Síðan heita vinabæirnir því að aðstoða við uppbygginguna í Úkraínu og reynt er að grafa undan úkraínskum stjórnvöldum.

Flestir hér á landi kannast eflaust við vinabæjaaðferðina en margir bæir hér á landi eiga sér vinabæi hér og þar um heiminn.

Breska varnarmálaráðuneytið segir að þessi aðferð Rússa hafi byrjað að sjást í lok maí þegar rússnesk yfirvöld lýstu því yfir að St Pétursborg væri vinaborg Maríupól sem Rússar lögðu í rúst áður en þeir náðu henni á sitt vald.

Í kjölfar yfirlýsingarinnar tilkynnti borgarstjórinn í St Pétursborg að borgin myndi aðstoða íbúa Maríupól við endurbyggingu hennar. Þetta telur Ivan Preobrazjensky, stjórnmálaskýrandi hjá Moscow Times, vera aðferð Rússa til að flytja ábyrgðina á enduruppbyggingunni frá stjórnvöldum í Kreml til héraðanna sjálfra. Með þessu séu Rússar að stela hugmyndum Vesturlanda um enduruppbyggingu Úkraínu.

Breskar leyniþjónustustofnanir segja að Rússar reyni að grafa undan úkraínskum stjórnvöldum með því að setja strengjabrúður sínar í embætti borgar- og bæjarstjóra í Úkraínu og með því að auðvelda Úkraínumönnum að fá rússneskan ríkisborgararétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir mjög mikla hættu á að Rússar beiti kjarnorkuvopnum

Segir mjög mikla hættu á að Rússar beiti kjarnorkuvopnum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ruglingsleg herkvaðningin veldur titringi um allt Rússland

Ruglingsleg herkvaðningin veldur titringi um allt Rússland
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Eldur í Urriðaholti
Fréttir
Í gær

„Árni Heimir Ingólfsson braut á mér kynferðislega á heimili sínu þegar ég var nemandi hans í Listaháskóla Íslands. Ég var 17 ára, hann var 35 ára.“

„Árni Heimir Ingólfsson braut á mér kynferðislega á heimili sínu þegar ég var nemandi hans í Listaháskóla Íslands. Ég var 17 ára, hann var 35 ára.“
Fréttir
Í gær

Svavar Pétur er látinn

Svavar Pétur er látinn