fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Sultuslakir með stungusár eftir Bankastræti Club-árásina – „Mér líður bara eins og king. Ég er bara kóngurinn“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. nóvember 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir þolendur hnífsárásar á veitingastaðnum Bankastræti Club í miðborginni stigu fram í útvarpinu í dag í þætti Ágústs Beinteins Árnasonar – betur þekktur sem Gústi B.

Þar ræddi hann við þá Lúkas Geir og John Sebastian sem eru enn á sjúkrahúsi vegna áverka sem þeir hluti í árásinni.

Lúkas lýsir aðstæðum sem svo að þeir þolendur hafi ekki búist við neinum átökum þetta kvöld. Þeir hafi verið mættir á Bankastræti Club til að skemmta sér á svonefndu Latino-kvöldi.

„Svo bara kemur hópur af grímuklæddum mönnum bara rushar á okkur. Við héldum að þetta væru svona fimmtán max þangað til lögreglan bara sagði við okkur: Svo kemur í ljós að þeir voru 27.“

Aðspurður um mögulegt tilefni árásarinnar svaraði Lúkas:

„Ég held þeir séu bara jealous því við erum með mikla athygli á okkur“

Lúkas var stunginn tvisvar og segist hann kannast við gerendur í málinu, jafnvel þó þeir hafi borið grímu. Hins vegar hafi hann lítið fundið fyrir stungunum.

„Í flestum tilvikum þá veistu ekki að þú sért stunginn fyrr en þú sérð það sjálfur. Svo fyrir mig – þegar ég stend upp þá sé ég bara að það er einhver bútur út úr bakinu mínu – bara hangandi út og þá fattaði ég að ég hefði verið stunginn. En fyrir það vissi ég ekki að ég hefði verið stunginn. Þá byrjaði rushið og adrenalínið að koma sko.“ 

Lúkas segir að gerendur í málinu hafi átt í útistöðum við Lúkas og félaga hans á samfélagsmiðlum í nokkurn tíma.

„Ég get sagt þér það að þessir drengir eru búnir að vera með stríð við okkur í svolítið góðan tíma. Því þeir vilja vera mennirnir. Þeir þurfa að vera 27 saman til að ná okkur þremur. Þetta eru bara skíthælar. Við vorum bara á latino-kvöldi.“ 

Góður vinur Lúkasar er Gabríel Douane Boama og birti Gabríel færslu í gær þar sem hann hótaði gerendum í málinu afleiðingum.

Lúkas segir að Gabríel sé ekki sá eini sem er ósáttur og ættu gerendur að „passa sig“.

Hann segir einnig að honum finnist merkilegt að svo stór hópur hafi ráðist gegn þeim þremur og engu að síður séu þeir enn standandi.

John Sebastian var stunginn sjö sinnum. Hann, líkt og Lúkas, fann ekkert fyrir því að vera stunginn heldur tók bara eftir því þegar úr honum var farið að blæða. Var hann stunginn meðal annars í bakið og fór ein stungan alla leið í lungað. Engu að síður segist hann sultuslakur.

„Mér líður bara eins og king. Ég er bara kóngurinn. Það er ekki hver sem er sem lifir svona af sem eru bara sultuslakir.“ 

Fimm voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins og hafa alls tíu verið handteknir. Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks