fbpx
Sunnudagur 27.nóvember 2022
Fréttir

Segir ekkert lát á dýraníði í Bæjarsveit – „Það er orðið of erfitt fyrir fólk að horfa upp á þetta, það er farið að loka augunum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 13:30

Skjáskot Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið fjallað í fjölmiðlum í haust um ástand á hestum og nautgripum á tveimur sveitabæjum í Bæjarsveit í Borgarfirði. Að sögn Steinunnar Árnadóttur organista hefur ástandið ekkert skánað. Hún segir í samtali við  DV að hvorki MAST né matvælaráðherra hirði um tilkynningar hennar vegna meðferðar á dýrunum og fólki í sveitinni líði svo illa yfir ástandinu á dýrunum að það sé farið að loka augunum fyrir því, það geti ekki horft upp á það lengur.

Steinunn segir að þegar hún gætti að ástandinu við annan bæinn á mánudag hafi nautgripir verið heylausir og vatnslausir. Hestar sem fluttir voru úr Borgarnesi á sunnudagskvöldskvöld og sameinaðir nautripunum hafi staðið í drullu á smáum túnbletti. Segir hún að fóðrið sem dýrin fá sé margra ára gamlar heyrúllur.

Aðspurð segir Steinunn að hluti þessara dýra séu illa vannærð en ekki öll dýrin. Í loks sumar greip MAST til þeirra aðgerða að láta fella 13 hross af öðrum bænum sem voru vannærð. Steinunn segir að síðan þá hafi lítið verið um aðgerðir af hálfu MAST í málinu.

„Fyrir ári síðan voru folöld og trippi keypt og sett inn fyrir veturinn, sem var svo sem allt í lagi. En síðasta vor og í sumar voru þau aldrei sett út á grænt gras, það var ekki fyrr en í lok september, þá fyrst var þeir hleypt út eftir að ég hafði margoft látið vita um ástandið og þeim tilkynningum ekki sinnt. Hestarnir litu mjög illa út og voru mjög vannærðir en 13 þeirra voru teknir út úr hópnum og þeir felldir vegna vannæringar.“

Steinunn segist langþreytt eftir frekari aðgerðum af hálfu yfirvalda vegna ástands þessara dýra, margir nautgripir og hestar á bæjunum séu vannærðir og óþrifnaður sé mikill. Ekki hafi verið gripið til aðgerða frá því MAST lét fella hestana 13. „Ég hef sent fjóra pósta á matvælaráðherra með ítarlegum upplýsingum um þetta. Hún hefur aldrei svarað mér,“ segir Steinunn.

Hún segir uppgjöf vera í fólki vegna ástandsins og það sé farið að loka augunum fyrir því. „Það er orðið of erfitt fyrir fólk að horfa upp á þetta, það er farið að loka augunum. Þetta er orðið of erfitt fyrir fólk að horfast í augu við af því það veit alveg hvernig framhaldið verður.“

Vísir fjallaði um málið þann 6. nóvember og ræddi einnig við Steinunni. Þá var haft eftir henni að hestunum hafi ekki verið gefið í þrjá daga. „Þetta er bara hræðilegt. Það er ekki hægt að segja neitt annað, maður er algerlega orðlaus. Þetta er allt undir eftirliti hjá MAST. [Kýrnar] eru matarlausar, vatnslausar og sama staða er hjá hestunum,“ sagði Steinunn við Vísi. Sagði hún jafnframt að tveir hestanna hafi varla getað gengið vegna hófsperru. Þann 6. nóvember hringdi hún í lögreglu vegna ástands dýranna.

„Það er ekkert búið að gefa þessum hestum síðan á fimmtudaginn, þeir eru búnir að vera algerlega matarlausir. Það er hægt að finna vatn ofan í skurði þarna einhvers staðar fjær, ég veit eiginlega ekki hvernig þeir ná í vatn þessar skepnur. Þeir eiga sem sagt að verða nógu horaðir svo hægt sé að reka þá upp á sláturbíl, eða fella þá á staðnum. Og sama uppi í [næstu sveit], þar er ekkert vatn hjá þessum naugripum – og ekkert fóður,“ sagði Steinunn ennfremur við Vísi þann 6. nóvember.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fordæma beitingu einangrunarvistar gegn börnum

Fordæma beitingu einangrunarvistar gegn börnum
Fréttir
Í gær

Áreitni í gleðskap hafði afdrifaríkar afleiðingar á vinnustaðnum – Brottrekstur, grófar hótanir og rofinn „samskiptasamningur“

Áreitni í gleðskap hafði afdrifaríkar afleiðingar á vinnustaðnum – Brottrekstur, grófar hótanir og rofinn „samskiptasamningur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bein fylgni er á milli menntunarstigs Íslendinga og lífslengdar

Bein fylgni er á milli menntunarstigs Íslendinga og lífslengdar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl hvetur seðlabankastjóra og peningastefnunefnd til að fara að nota heilann

Karl hvetur seðlabankastjóra og peningastefnunefnd til að fara að nota heilann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stóraukinn vopnaburður meðal fanga

Stóraukinn vopnaburður meðal fanga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reyksprengju kastað inn á Paloma í Miðborginni

Reyksprengju kastað inn á Paloma í Miðborginni