fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Kona sem rekin var fyrir kynferðisleg skilaboð vann mál gegn Strætó – „Hefur tekið toll af heilsu minni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. september 2022 14:02

Mynd: Ernir Eyjólfsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta mál er búið að taka svakalega mikinn tíma og vinnu og hefur tekið toll af heilsu minni,“ segir kona sem stefndi Strætó bs. vegna starfsmissis en hún vann mál gegn samlaginu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Var Strætó dæmt til að greiða henni 1 milljón króna í skaðabætur og eina og hálfa milljón í málskostnað, samtals 2,5 milljónir.

„Aðalatriðið er að ég vann málið og réttlætið náði þannig fram að ganga,“ segir konan ennfremur í stuttu viðtali við DV, aðspurð um hvort henni þyki þetta nægilega háarbætur. Hún er pólsk að uppruna en talar íslensku og býr og starfar á Íslandi. Málið er viðkvæmt og því er nafni konunnar haldið leyndu bæði í texta dómsins og í þessari frétt.

Konan starfaði sem þjónustufulltrúi hjá Strætó og sinnti samskiptum við viðskiptavini. Seint í nóvember árið 2020 var hún boðuð til fundar með yfirmanni sínum og mannauðsstjóra samlagsins. Þar var hún sökuð um að hafa sent kynferðisleg skilaboð til stjórnanda hjá fyrirtækinu.

Á fundinum voru konunni kynntir þeir afarkostir að annaðhvort samþykkti hún starfslokasamning eða hafið yrði formlegt áminningarferli gegn henni. Konan skrifaði undir starfslokasamning en segist hafa verið nauðbeygð til þess. Segir hún að vegið hafi verið að æru sinni með þessum ásökunum.

„Strætó er rekið af sveitarfélögum og mér finnst ótrúlegt að stjórnendur þess farið svona með fjármuni. Að afþakka vinnuframlag mitt og greiða mér laun í þrjá mánuði og svo bætist við allur kostnaðurinn af þessu máli, og þetta er fyrirtæki sem er á barmi gjaldþrots,“ segir konan en auk 2,5 milljóna króna greiðslu til hennar þarf Strætó að standa straum af eigin málskostnaði vegna málsins.

„Það er vítavert af Strætó að rannsaka ekki málið vel og koma ekki eins fram við báða málsaðíla,“ segir konan ennfremur.

Kærunefnd jafnréttistmála komst að þeirri niðurstöðu haustið 2021 að Strætó hefði með þessum starfslokum konunnar brotið gegn lögum um jafna stöðu og rétt karla og kvenna og um jafna meðferð á vinnumarkaði, enda hefði konunni verið mismunað á grundvelli kyns, aldurs eða þjóðernisuppruna. Taldi nefndin að Strætó hefði verið búið að taka afstöðu fyrir fund aðila til háttsemi konunnar sem Strætó teldi hafa falið í sér brot í starfi og Strætó hefði þar stytt sér leið að settu marki með því að neyða konuna til að fallast á að láta af starfinu.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að uppsögnin hefði verið ólögmæt á sömu forsendum og kærunefndin.

Málið ekki rannsakað

„Þessi uppsögn er vegna bullskilaboða og hinn aðilinn var hvítþveginn af málinu af því hann er sölu- og markaðsstjóri,“ segir konan ennfremur.

Í dómi héraðsdóms kemur fram að konunni var gefið að sök að hafa sýnt samstarfsmanni kynferðislega tilburði án þess að málið væri rannsakað í samræmi við reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Það hefði þó borið að gera ef Strætó teldi að um brot væri að ræða.

Konan fullyrðir í samtali sínu við DV að fleira starfsfólk hjá Strætó hafi verið neytt til að skrifa undir starfslokasamninga. Kúgun og einelti sé útbreitt vandamál innan samlagsins.

Strætó krafðist þess að málinu yrði vísað frá á grundvelli þess að starfslok konunnar hefðu verið á grundvelli gagnkvæms samkomulags milli aðila. Þessu hafnaði héraðsdómur og dæmdi, sem fyrr segir, Strætó til að greiða konunni skaðabætur og málskostnað.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Í gær

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu